Lífið

Batnandi Paris er best að lifa

MYND/Getty

Paris Hilton segist enn staðráðin í því að að breyta lífi sínu til hins betra í stað þess að eyða því í næturklúbbabrölt. Paris, sem hefur verið tíður gestur á helstu skemmtistöðunum Hollywood undanfarin ár og þurfti meðal ananrs að dúsa í 23 daga í fangelsi fyrir ölvunarakstur, segir í samtali við tímaritið US Weekly að villt líferni hennar hafi verið innantómt.

"Áður snérist líf mitt um skemmtanir en þetta byggðist samt allt á draumórum," útskýrir Paris. "Þegar ég hafði tíma til að slaka á og hugsa komst ég að því að líf mitt væri innantómt."

Paris er strax farin að láta gott af sér leiða því í næsta mánuði ætlar hún að sækja Afríkuríkið Rúanda heim ásamt góðgerðarstofnuninni Playing for Good. Hún hyggst festa ferðalag sitt á filmu og leggja bágstöddum á svæðinu lið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.