Arnór og Rúnar valdir í lið aldarinnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. október 2007 21:55 Rúnar Kristinsson tekur við viðurkenningu eftir lokaleik sinn hjá Lokeren. Í tilefni af því að belgíska knattspyrnufélagið Lokeren er 100 ára um þessar mundir var valið úrvalslið bestu leikmanna liðsins frá upphafi á heimasíðu þess. Skemmst er frá því að segja að Arnór Guðjohnsen og Rúnar Kristinsson voru báðir valdir í liðið. Rúnar fékk flest atkvæði í kjörinu en hann lék með félaginu í sjö ár og á þeim tíma lék hann 192 deildaleiki og skoraði í þeim 39 mörk. „Það er mjög gaman að heyra þetta, ég hafði ekki hugmynd um þetta," sagði Rúnar í samtali við Vísi. „Ég vissi reyndar að þessi kosning væri í gangi en var ekkert búinn að sjá meira um hana." Hann segir þetta vera mikinn heiður fyrir sig. „Það hafa margir frábærir knattspyrnumenn leikið með Lokeren í gegnum tíðina. "Preben Elkjær Larsen var þarna sem og Wlodek Lubanski sem er besti knattspyrnumaður Póllands frá upphafi. Svo voru fleiri eins og Jan Koller, Grzegorz Lato og auðvitað Arnór." Rúnar lék með liðinu þar til í vor og segir að það hafi kannski haft sitt að segja. „Ef þessi kosning yrði gerð aftur eftir 20 ár væru kannski margir búnir að gleyma mér," sagði hann í léttum dúr. „En það segir samt að maður hefur skilið eftir sig góðar minningar hjá fólkinu og er ég mjög stoltur af þessu." Hann segir þó að fáir hafi gleymt Arnóri Guðjohnsen þó að 25 ár séu liðin frá því að hann lék síðast með félaginu. „Ég varð oft var við það á þeim tíma sem ég var þarna," sagði Rúnar. Sjálfur tekur Arnór í svipaðan streng og segir þetta gleðilegar fréttir. „Þarna tók ég mín fyrstu skref í atvinnumennskunni og var mjög heppin að því leyti að á þessum tíma var belgíski boltinn mjög góður og deildin sterk." Arnór samdi við Lokeren árið 1978 þegar hann var einungis sautján ára gamall. Hann lék með liðinu til ársins 1983. „Þarna fékk ég að læra af nokkrum mjög góðum knattspyrnumönnum eins og Preben Elkjær og Lubanski. Þarna voru líka nokkrir belgískir landsliðsmenn og miðað við ekki stærra félag gerðum við oft góða hluti og fórum sérstaklega langt í Evrópukeppninni." Tímabilið 1980-81 komst liðið í fjórðungsúrslit UEFA-bikarkeppninnar en tapaði þá fyrir AZ Alkmaar sem hét reyndar þá AZ '67. Ári síðar komst liðið í 16-liða úrslit keppninnar en tapaði þá fyrir Kaiserslautern. Er þetta langbesti árangur liðsins í Evrópukeppninni í sögu félagsins. Rúnar segir að í vor hafi verið mikil hátíðarhöld í tengslum við aldarafmælið. „Þá voru öll þessi stóru nöfn rifjuð upp og margir þessara þekktustu leikmanna komu til Lokeren og tóku þátt í hátíðinni." Þegar hann kvaddi félagið í vor var mikið um dýrðir enda var hann í miklu uppáhaldi hjá leikmönnum félagsins. Það er einnig merkilegt að tveir Íslendingar voru kjörnir í lið aldarinnar og ekki nema þrír Belgar. Þar fyrir utan var einn Hollendingur, Brasilíumaður, Bosníumaður, Dani, Pólverji og Tékki valinn í liðið. Lið aldarinnar hjá Lokeren (4-3-3): Markvörður: Bouke Hoogenboom Varnarmenn: Jao Carlos Pinto Chaves, Suvad Katana, Maurits De Schrijver. Vinstri kantur: Raymond Mommens. Miðvallarleikmenn: Rúnar Kristinsson og Arnór Guðjohnsen. Hægri kantur: Rene Verheyen. Sóknarmenn: Preben Elkjær Larsen, Wlodek Lubanski, Jan Koller. Fótbolti Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira
Í tilefni af því að belgíska knattspyrnufélagið Lokeren er 100 ára um þessar mundir var valið úrvalslið bestu leikmanna liðsins frá upphafi á heimasíðu þess. Skemmst er frá því að segja að Arnór Guðjohnsen og Rúnar Kristinsson voru báðir valdir í liðið. Rúnar fékk flest atkvæði í kjörinu en hann lék með félaginu í sjö ár og á þeim tíma lék hann 192 deildaleiki og skoraði í þeim 39 mörk. „Það er mjög gaman að heyra þetta, ég hafði ekki hugmynd um þetta," sagði Rúnar í samtali við Vísi. „Ég vissi reyndar að þessi kosning væri í gangi en var ekkert búinn að sjá meira um hana." Hann segir þetta vera mikinn heiður fyrir sig. „Það hafa margir frábærir knattspyrnumenn leikið með Lokeren í gegnum tíðina. "Preben Elkjær Larsen var þarna sem og Wlodek Lubanski sem er besti knattspyrnumaður Póllands frá upphafi. Svo voru fleiri eins og Jan Koller, Grzegorz Lato og auðvitað Arnór." Rúnar lék með liðinu þar til í vor og segir að það hafi kannski haft sitt að segja. „Ef þessi kosning yrði gerð aftur eftir 20 ár væru kannski margir búnir að gleyma mér," sagði hann í léttum dúr. „En það segir samt að maður hefur skilið eftir sig góðar minningar hjá fólkinu og er ég mjög stoltur af þessu." Hann segir þó að fáir hafi gleymt Arnóri Guðjohnsen þó að 25 ár séu liðin frá því að hann lék síðast með félaginu. „Ég varð oft var við það á þeim tíma sem ég var þarna," sagði Rúnar. Sjálfur tekur Arnór í svipaðan streng og segir þetta gleðilegar fréttir. „Þarna tók ég mín fyrstu skref í atvinnumennskunni og var mjög heppin að því leyti að á þessum tíma var belgíski boltinn mjög góður og deildin sterk." Arnór samdi við Lokeren árið 1978 þegar hann var einungis sautján ára gamall. Hann lék með liðinu til ársins 1983. „Þarna fékk ég að læra af nokkrum mjög góðum knattspyrnumönnum eins og Preben Elkjær og Lubanski. Þarna voru líka nokkrir belgískir landsliðsmenn og miðað við ekki stærra félag gerðum við oft góða hluti og fórum sérstaklega langt í Evrópukeppninni." Tímabilið 1980-81 komst liðið í fjórðungsúrslit UEFA-bikarkeppninnar en tapaði þá fyrir AZ Alkmaar sem hét reyndar þá AZ '67. Ári síðar komst liðið í 16-liða úrslit keppninnar en tapaði þá fyrir Kaiserslautern. Er þetta langbesti árangur liðsins í Evrópukeppninni í sögu félagsins. Rúnar segir að í vor hafi verið mikil hátíðarhöld í tengslum við aldarafmælið. „Þá voru öll þessi stóru nöfn rifjuð upp og margir þessara þekktustu leikmanna komu til Lokeren og tóku þátt í hátíðinni." Þegar hann kvaddi félagið í vor var mikið um dýrðir enda var hann í miklu uppáhaldi hjá leikmönnum félagsins. Það er einnig merkilegt að tveir Íslendingar voru kjörnir í lið aldarinnar og ekki nema þrír Belgar. Þar fyrir utan var einn Hollendingur, Brasilíumaður, Bosníumaður, Dani, Pólverji og Tékki valinn í liðið. Lið aldarinnar hjá Lokeren (4-3-3): Markvörður: Bouke Hoogenboom Varnarmenn: Jao Carlos Pinto Chaves, Suvad Katana, Maurits De Schrijver. Vinstri kantur: Raymond Mommens. Miðvallarleikmenn: Rúnar Kristinsson og Arnór Guðjohnsen. Hægri kantur: Rene Verheyen. Sóknarmenn: Preben Elkjær Larsen, Wlodek Lubanski, Jan Koller.
Fótbolti Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira