Arnór og Rúnar valdir í lið aldarinnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. október 2007 21:55 Rúnar Kristinsson tekur við viðurkenningu eftir lokaleik sinn hjá Lokeren. Í tilefni af því að belgíska knattspyrnufélagið Lokeren er 100 ára um þessar mundir var valið úrvalslið bestu leikmanna liðsins frá upphafi á heimasíðu þess. Skemmst er frá því að segja að Arnór Guðjohnsen og Rúnar Kristinsson voru báðir valdir í liðið. Rúnar fékk flest atkvæði í kjörinu en hann lék með félaginu í sjö ár og á þeim tíma lék hann 192 deildaleiki og skoraði í þeim 39 mörk. „Það er mjög gaman að heyra þetta, ég hafði ekki hugmynd um þetta," sagði Rúnar í samtali við Vísi. „Ég vissi reyndar að þessi kosning væri í gangi en var ekkert búinn að sjá meira um hana." Hann segir þetta vera mikinn heiður fyrir sig. „Það hafa margir frábærir knattspyrnumenn leikið með Lokeren í gegnum tíðina. "Preben Elkjær Larsen var þarna sem og Wlodek Lubanski sem er besti knattspyrnumaður Póllands frá upphafi. Svo voru fleiri eins og Jan Koller, Grzegorz Lato og auðvitað Arnór." Rúnar lék með liðinu þar til í vor og segir að það hafi kannski haft sitt að segja. „Ef þessi kosning yrði gerð aftur eftir 20 ár væru kannski margir búnir að gleyma mér," sagði hann í léttum dúr. „En það segir samt að maður hefur skilið eftir sig góðar minningar hjá fólkinu og er ég mjög stoltur af þessu." Hann segir þó að fáir hafi gleymt Arnóri Guðjohnsen þó að 25 ár séu liðin frá því að hann lék síðast með félaginu. „Ég varð oft var við það á þeim tíma sem ég var þarna," sagði Rúnar. Sjálfur tekur Arnór í svipaðan streng og segir þetta gleðilegar fréttir. „Þarna tók ég mín fyrstu skref í atvinnumennskunni og var mjög heppin að því leyti að á þessum tíma var belgíski boltinn mjög góður og deildin sterk." Arnór samdi við Lokeren árið 1978 þegar hann var einungis sautján ára gamall. Hann lék með liðinu til ársins 1983. „Þarna fékk ég að læra af nokkrum mjög góðum knattspyrnumönnum eins og Preben Elkjær og Lubanski. Þarna voru líka nokkrir belgískir landsliðsmenn og miðað við ekki stærra félag gerðum við oft góða hluti og fórum sérstaklega langt í Evrópukeppninni." Tímabilið 1980-81 komst liðið í fjórðungsúrslit UEFA-bikarkeppninnar en tapaði þá fyrir AZ Alkmaar sem hét reyndar þá AZ '67. Ári síðar komst liðið í 16-liða úrslit keppninnar en tapaði þá fyrir Kaiserslautern. Er þetta langbesti árangur liðsins í Evrópukeppninni í sögu félagsins. Rúnar segir að í vor hafi verið mikil hátíðarhöld í tengslum við aldarafmælið. „Þá voru öll þessi stóru nöfn rifjuð upp og margir þessara þekktustu leikmanna komu til Lokeren og tóku þátt í hátíðinni." Þegar hann kvaddi félagið í vor var mikið um dýrðir enda var hann í miklu uppáhaldi hjá leikmönnum félagsins. Það er einnig merkilegt að tveir Íslendingar voru kjörnir í lið aldarinnar og ekki nema þrír Belgar. Þar fyrir utan var einn Hollendingur, Brasilíumaður, Bosníumaður, Dani, Pólverji og Tékki valinn í liðið. Lið aldarinnar hjá Lokeren (4-3-3): Markvörður: Bouke Hoogenboom Varnarmenn: Jao Carlos Pinto Chaves, Suvad Katana, Maurits De Schrijver. Vinstri kantur: Raymond Mommens. Miðvallarleikmenn: Rúnar Kristinsson og Arnór Guðjohnsen. Hægri kantur: Rene Verheyen. Sóknarmenn: Preben Elkjær Larsen, Wlodek Lubanski, Jan Koller. Fótbolti Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Handbolti Fleiri fréttir Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Sjá meira
Í tilefni af því að belgíska knattspyrnufélagið Lokeren er 100 ára um þessar mundir var valið úrvalslið bestu leikmanna liðsins frá upphafi á heimasíðu þess. Skemmst er frá því að segja að Arnór Guðjohnsen og Rúnar Kristinsson voru báðir valdir í liðið. Rúnar fékk flest atkvæði í kjörinu en hann lék með félaginu í sjö ár og á þeim tíma lék hann 192 deildaleiki og skoraði í þeim 39 mörk. „Það er mjög gaman að heyra þetta, ég hafði ekki hugmynd um þetta," sagði Rúnar í samtali við Vísi. „Ég vissi reyndar að þessi kosning væri í gangi en var ekkert búinn að sjá meira um hana." Hann segir þetta vera mikinn heiður fyrir sig. „Það hafa margir frábærir knattspyrnumenn leikið með Lokeren í gegnum tíðina. "Preben Elkjær Larsen var þarna sem og Wlodek Lubanski sem er besti knattspyrnumaður Póllands frá upphafi. Svo voru fleiri eins og Jan Koller, Grzegorz Lato og auðvitað Arnór." Rúnar lék með liðinu þar til í vor og segir að það hafi kannski haft sitt að segja. „Ef þessi kosning yrði gerð aftur eftir 20 ár væru kannski margir búnir að gleyma mér," sagði hann í léttum dúr. „En það segir samt að maður hefur skilið eftir sig góðar minningar hjá fólkinu og er ég mjög stoltur af þessu." Hann segir þó að fáir hafi gleymt Arnóri Guðjohnsen þó að 25 ár séu liðin frá því að hann lék síðast með félaginu. „Ég varð oft var við það á þeim tíma sem ég var þarna," sagði Rúnar. Sjálfur tekur Arnór í svipaðan streng og segir þetta gleðilegar fréttir. „Þarna tók ég mín fyrstu skref í atvinnumennskunni og var mjög heppin að því leyti að á þessum tíma var belgíski boltinn mjög góður og deildin sterk." Arnór samdi við Lokeren árið 1978 þegar hann var einungis sautján ára gamall. Hann lék með liðinu til ársins 1983. „Þarna fékk ég að læra af nokkrum mjög góðum knattspyrnumönnum eins og Preben Elkjær og Lubanski. Þarna voru líka nokkrir belgískir landsliðsmenn og miðað við ekki stærra félag gerðum við oft góða hluti og fórum sérstaklega langt í Evrópukeppninni." Tímabilið 1980-81 komst liðið í fjórðungsúrslit UEFA-bikarkeppninnar en tapaði þá fyrir AZ Alkmaar sem hét reyndar þá AZ '67. Ári síðar komst liðið í 16-liða úrslit keppninnar en tapaði þá fyrir Kaiserslautern. Er þetta langbesti árangur liðsins í Evrópukeppninni í sögu félagsins. Rúnar segir að í vor hafi verið mikil hátíðarhöld í tengslum við aldarafmælið. „Þá voru öll þessi stóru nöfn rifjuð upp og margir þessara þekktustu leikmanna komu til Lokeren og tóku þátt í hátíðinni." Þegar hann kvaddi félagið í vor var mikið um dýrðir enda var hann í miklu uppáhaldi hjá leikmönnum félagsins. Það er einnig merkilegt að tveir Íslendingar voru kjörnir í lið aldarinnar og ekki nema þrír Belgar. Þar fyrir utan var einn Hollendingur, Brasilíumaður, Bosníumaður, Dani, Pólverji og Tékki valinn í liðið. Lið aldarinnar hjá Lokeren (4-3-3): Markvörður: Bouke Hoogenboom Varnarmenn: Jao Carlos Pinto Chaves, Suvad Katana, Maurits De Schrijver. Vinstri kantur: Raymond Mommens. Miðvallarleikmenn: Rúnar Kristinsson og Arnór Guðjohnsen. Hægri kantur: Rene Verheyen. Sóknarmenn: Preben Elkjær Larsen, Wlodek Lubanski, Jan Koller.
Fótbolti Mest lesið Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Takk fyrir okkur en við þurfum fleiri stig“ Handbolti „Íslenska geðveikin sem við tölum oft um, þetta var hún“ Handbolti „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Svíþjóð: Ótal hetjur í fræknum sigri Handbolti EM í dag: Flensuleikur Vals og stemningslausir Svíar Handbolti Fleiri fréttir Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Logi skoraði sjálfsmark í sigri Mikael Egill fagnaði endurkomusigri Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Heiðdís leggur skóna á hilluna Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Ásdís Karen lagði upp í öruggum sigri gegn botnliðinu Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Mbappé skaut Real Madrid upp í toppsætið Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Hákon framlengdi við Lille til 2030 Alberti og félögum mistókst að komast upp úr fallsæti Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Bayern tapaði deildarleik í fyrsta sinn á tímabilinu Alfons fer aftur til Hollands Elísa fer frá Val til Breiðabliks Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sandra fiskaði víti og fagnaði sigri í Íslendingaslag Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Sjá meira