Erlent

Indónesi lést úr fuglaflensu

MYND/AFP

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin staðfesti í dag að indónesísk kona frá Pekan Baru-borg á Súmötru hefði látist úr fuglaflensu. Alheimsfaraldur H5N1 fuglaflensustofninum kom upp árið 2003 í Asíu. Síðan þá hafa að minnsta kosti 202 látist úr vírusnum banvæna, þar á meðal fjöldi barna og ungmenna.

Flest tilfellin hafa komið upp í Víetnam og á Indónesíu samkvæmt stofnuninni, en veiran hefur alls komið upp í 60 löndum. Á síðasta ári tilkynntu 30 lönd um vírusinn, flest í villtum fuglum.

H5N1 er ekki nýr af nálinni fyrir vísindamenn. Árið 1959 kom afbrigðið upp í fuglum í Skotlandi. Fjöldi annarra fuglaflensuvírusa er þekktur. Sem dæmi H7N7 vírusinn sem kom fram í Hollandi árið 2003 og varð til þess að 30 milljónum alifugla var slátrað, en það var þriðjungur hænsna í landinu. Einn dýralæknir lést úr afbrigðinu og 87 veiktust.

Menn smituðust fyrst af H5N1 í Hong Kong árið 1997. Þá sýktust 18 manns af veirunni og sex létust. Ríkisstjórn landsins fyrirskipaði strax að öllum alifuglum í Hong Kong skyldi slátraði og kom þannig í veg fyrir frekari útbreiðslu þar.

Einkenni veirunnar í mönnum er mismunandi, yfirleitt eru það dæmigerð flensueinkenni, hiti, hósti, hálsbólga og verkir í vöðvum. Einkennin geta verið alvarlegri eins og augnsýkingar, lungna- og öndunarvandamál og önnur lífshættuleg einkenni.

Fólk hefur dáið úr flensunni í Azerbaijan, Kambódíu, Kína, Egyptalandi, Indónesíu, Írak, Laos, Nígeríu, Taílandi, Tyrklandi og Víetnam.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×