Enski boltinn

Owen þarf í aðgerð

Meiðslasögu Michael Owen hjá Newcastle er enn ekki lokið
Meiðslasögu Michael Owen hjá Newcastle er enn ekki lokið NordicPhotos/GettyImages

Sam Allardyce, stjóri Newcastle, hefur loks viðurkennt að framherjinn Michael Owen þurfi líklega að gangast undir aðgerð vegna nára og það kemur til með að kosta hann sæti í enska landsliðinu fyrir næstu verkefni í undankeppni EM.

Owen var skipt meiddum af velli gegn West Ham um helgina. "Ég er áhyggjufullur eftir að hann bað um skiptingu og ef hann þarf í aðgerð mun hann fara í hana strax. Það kom ekkert áberandi í ljós í myndatökunni sem hann fór í en hann mun fara til sérfræðings til að láta meta meiðslin," sagði Allardyce.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×