Enski boltinn

Newcastle skoraði þrjú gegn West Ham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mark Viduka fagnar öðru marka sinna í dag.
Mark Viduka fagnar öðru marka sinna í dag. Nordic Photos / Getty Images

Mark Viduka skoraði tvívegis í 3-1 sigri Newcastle á West Ham í dag.

Þetta var fyrsti tapleikur West Ham síðan liðið tapaði fyrir Manchester City á heimavelli í fyrstu umferð.

Mark Viduka kom West Ham yfir strax á annarri mínútu með laglegu skallamarki en Dean Asthton jafnaði metin hálftíma síðar. Hann skaut föstu skoti að marki eftir skalla Carlton Cole fyrir fætur hans.

Viduka skoraði öðru sinni af stuttu færi áður en hálfleiknum lauk en Charles N'Zogbia lagði upp bæði mörk hans.

N'Zogbia skoraði svo sjálfur á 76. mínútu og innsiglaði þar með sigur Newcastle. Hann skoraði af stuttu færi eftir fyrirgjöf Obafemi Martins og vandræðagang á varnarleik West Ham. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×