Enski boltinn

Deschamps er til í að taka við Chelsea

Deschamps hefur áhuga á Chelsea
Deschamps hefur áhuga á Chelsea AFP

Franski þjálfarinn Didier Deschamps segist vera vel til í að taka við liði Chelsea í ensku úrvalsdeildinni, fari svo að ráðning Avram Grant sé aðeins tímabundin.

"Sýnið mér þjálfara sem vill ekki taka við Chelsea. Ég er laus og til í allt, en á meðan Grant er í starfinu þýðir ekkert að fást um það frekar," sagði Deschamps, sem síðast stýrði liði Juventus. Hann lék á sínum tíma eitt ár með Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×