Enski boltinn

Gott að vera laus frá Chelsea

Skrattinn og Amman....
Jose Mourinho og Roman Abramovich gátu ekki unnið saman undir það síðasta
Skrattinn og Amman.... Jose Mourinho og Roman Abramovich gátu ekki unnið saman undir það síðasta NordicPhotos/GettyImages

Jose Mourinho segir að sér sé léttir að vera laus frá Chelsea ef marka má það sem dagblaðið Sun hefur eftir honum í dag. Mourinho yfirgaf Stamford Bridge í síðasta sinn í gær eftir þriggja ára starf.

"Út frá starfslegu- og persónulegu sjónarmiði er gott að vera laus. Mér er mjög létt og ég sé ekki eftir þessu," sagði Mourinho. "Ég er stoltur af því sem ég gerði hjá Chelsea - ekki aðeins með liðið heldur hef ég haft djúpstæð áhrif á stuðningsmennina, borgina, andstæðingana og deildina," var haft eftir Mourinho.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×