Sport

Íslendingar keppa á stærsta móti ársins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Motocross-kappi á fleygiferð.
Motocross-kappi á fleygiferð. Mynd/Sigurður Jökull

Íslendingar verða meðal þátttakenda á stærsta móti ársins í motocross-heiminum sem fer fram í Bandaríkjunum um helgina.

Mótið heitir Motocross of Nations og er um liðakeppni að ræða. 33 lönd senda lið til þátttöku og er Ísland á meðal þeirra í fyrsta sinn.

Aron Ómarsson, Valdimar Þórðarson og Einar Sverrir Sigurðarson keppa fyrir Íslands hönd. Aron keppir í flokki 250 cc hjóla, Valdimar í 450 cc og Einar Sverrir í opnum flokki. Hann er á 505 cc hjóli.

Það er svo samanlagður árangur sem gildir í keppninni.

Undanrásir verða á morgun og komast 20 bestu liðin í A-úrslit sem fara fram á sunnudag. Hin liðin fara í B-úrslit. Keppt er í Bandaríkjum, skammt frá Washington-borg.

„Markmiðið er að komast áfram í A-úrslit og erum við ágætlega bjartsýnir á að það takist," sagði Hákon Orri Ásgeirsson, liðsstjóri.

Þeir hafa nú dvalist í viku í Bandsríkjunum við bæði keppni og æfingar.

„Strákarnir kepptu á sterku móti í Pennsylvaniu um síðustu helgi og náðu öðru sæti sem er mjög góður árangur."

Hægt er að fylgjast með strákunum hér og á motocross.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×