Enski boltinn

Hverjir fara í kjölfar Mourinho?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sjáumst á Spáni? Frank Lampard, John Terry og Jose Mourinho.
Sjáumst á Spáni? Frank Lampard, John Terry og Jose Mourinho. Nordic Photos / Getty Images

Enskir fjölmiðlar velta nú fyrir sér hverjir af stórstjörnum Chelsea fari nú sömu leið og Jose Mourinho.

Það er ekkert leyndarmál að Mourinho var gríðarlega vinsæll hjá mörgum leikmönnum sem eru nú sárir og svekktir að hann skuli vera farinn.

"Bæði ég og allt liðið erum mjög sorgmæddir í dag. Ég fékk á sínum tíma stórt tilboð frá Real Madrid en ákvað að vera áfram hér út af Mourinho," sagði Ricardo Carvalho, varnarmaðurinn sterki.

Florent Malouda hefur slegið í gegn í ensku úrvalsdeildinni en hann segir aðeins eina ástæðu fyrir því að hann kom til félagsins í sumar. "Ég ákvað að ganga til liðs við Chelsea eftir fyrsta fund minn með Mourinho."

Þá mun Didier Drogba vera allt annað en sáttur við þetta og hið sama mætti segja um Michael Essien og Paulo Ferreira.

Frank Lampard hefur lengi orðaður við spænsk lið og verður að teljast líklegt að brotthvarf Mourinho muni auðvelda honum að fara frá félaginu nú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×