Enski boltinn

Carvalho: Misstum besta þjálfara í heimi

NordicPhotos/GettyImages

Varnarmaðurinn Ricardo Carvalho hjá Chelsea hefur nú tjáð sig opinberlega um brottför landa hans Jose Mourinho frá Chelsea. Carvalho hefur spilað fyrir Mourinho alveg frá dögum hans hjá Porto og hann segir Chelsea vera búið að missa besta stjóra í heiminum.

"Við erum allir í sjokki yfir þessu og líka mjög leiðir. Það er enginn vafi á því í mínum huga að Jose Mourinho er besti stjóri í heiminum og ég trúi ekki að við höfum misst hann. Ég átti ekki von á því að hann færi frá Chelsea fyrr en hann væri búinn að vinna allt sem hægt er að vinna og þetta er í fyrsta skipti sem hann skilur svona við lið. Þetta er rosalega leiðinlegt fyrir hann - Jose elskaði Chelsea," sagði Carvalho í samtali við Daily Mail.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×