Enski boltinn

Jol: Vonandi kveikir þetta í okkur

NordicPhotos/GettyImages

Martin Jol var að vonum ánægður með frammistöðu sinna manna í kvöld þegar Tottenham burstaði Anothosis Famagusta 6-1 í undankeppni Uefa bikarsins í kvöld. Hann hrósaði framherjanum Jermain Defoe sérstaklega.

"Við vorum mikið betri í leiknum en maður verður að skora mörk til að vinna," sagði Jol og bætti við að Jermain Defoe hafi verið orðinn mjög óþolinmóður að fá tækifæri með liðinu.

"Ég setti Defoe inn á völlinn af því ég sá að hann brann í skinninu, en ég var annars ánægður með frammistöðu allra framherjanna í kvöld. Vonandi komur þetta leiktíðinni á rétta braut fyrir okkur og það eina sem fer í mig varðandi þennan leik er að við fengum á okkur mark," sagði Martin Jol.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×