Enski boltinn

Andy Gray: Synd að missa Mourinho

Andy Gray á eftir að sakna Jose Mourinho
Andy Gray á eftir að sakna Jose Mourinho NordicPhotos/GettyImages

Knattspyrnuérfræðingurinn Andy Gray á Sky ritar í dag áhugaverðan pistil um brotthvarf Jose Mourinho frá Chelsea. Hann fullyrðir að enginn geti farið í skó Portúgalans hjá Chelsea og vonar að hann verði áfram í ensku úrvalsdeildinni í framtíðinni.

"Það kemur kannski engum mikið á óvart að Mourinho skuli vera hættur hjá Chelsea, en tímasetningin er í meira lagi skrítin. Enginn veit hvað gerðist bak við tjöldin hjá félaginu en ljóst er að samband hans við stjórnina var orðið slæmt. Þegar hafa verið nefndir nokkrir mögulegir eftirmenn hans á Stamford Bridge, en Mourinho vann tvo titla í röð á fyrstu árum sínum með Chelsea.

Ég veit ekki hver tekur við liðinu, en ég lofa því að sá maður toppar ekki það sem Mourinho gerði. Ef við eigum að finna annan mann sem gæti gert Chelsea að enskum meistara á sínu fyrsta tímabili - yrðum við að leita að honum á Emirates eða Old Trafford, því þar eru einu mennirnir sem standast Mourinho snúning." segir Gray í pistli sínum.

"Ég vona svo sanarlega að "Sá Sérstaki" taki við öðru liði á Englandi því hann hefur reynst enskri knattspyrnu einstaklega vel. Hann hefur sína galla og hefur gert sín mistök, en það gera allir. Mourinho kom inn í deildina og setti allt í háaloft og setti pressu á stóru stjórana. Þá var hann alltaf ávísun á dramatík og skemmtileg viðtöl. Þið getið sagt hvað sem þið viljið um Jose Mourinho - en hann olli aldrei vonbrigðum," ritar Andy Gray á Sky.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×