Enski boltinn

„Mourinho fær 3,2 milljarða“

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mourinho kvaddi leikmenn á æfingasvæði Chelsea í morgun. Hér keyrir hann frá æfingasvæðinu.
Mourinho kvaddi leikmenn á æfingasvæði Chelsea í morgun. Hér keyrir hann frá æfingasvæðinu. Nordic Photos / Getty Images

Fréttavefur BBC segir að Jose Mourinho, fyrrum knattspyrnustjóri Chelsea, fái 3,2 milljarða króna samkvæmt starfslokasamningi, eða 25 milljónir punda.

Mourinho átti enn þrjú ár eftir af samningi sínum en talið er að samkvæmt honum nemi árslaun hans 660 milljónum króna.

Lögmenn eru enn að vinna að starfslokasamningi en vinna við hann ku vera langt komin. Fastlega er búist við því að innihaldi samningsins verði haldið leyndum.

Portúgalskir fjölmiðlar greindu frá því hins vegar í morgun að samkvæmt sínum heimildum hafi Mourinho einfaldlega sagt upp störfum.

Hann hefur áður lýst því yfir að aðeins tvær ástæður gætu komið til greina hætti hann hjá Chelsea. Annað hvort klári hann samning sinn við félagið eða verði rekinn.

Samkvæmt heimildum O Jogo í Portúgal mun Mourinho hafa átt frumkvæðið að því að hann hætti hjá félaginu. Uppsagnarbréf hans hafi verið samþykkt samstundis.

Samkvæmt þeim fregnum ætti hann von á mun minni lokagreiðslu en hann ætti annars að geta fengið.

Sjá einnig:

Jose Mourinho hættur hjá Chelsea

Grant tekur við Chelsea

Ferill Mourinho í máli og myndum

Mourinho: hvað gerðist? 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×