Ferill Mourinho í máli og myndum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. september 2007 10:23 Jose Mourinho er litríkur knattspyrnuþjálfari. Nordic Photos / Getty Images Jose Mourinho hætti skyndilega hjá Chelsea í gær. Hann er umdeildur en ljóst er að enska úrvalsdeildin verður ekki söm án hans. Fréttirnar virtust koma eins og þruma úr heiðskíru lofti en miðað við umtal og orðróma síðustu vikna og mánuði er ljóst að eitthvað lá í loftinu. José Mário dos Santos Mourinho Félix heitir hann fullu nafni og er í dag 44 ára gamall. Sem leikmaður var hann ekkert sérstaklega árangursríkur en hafði snemma þótt lunkinn að greina leiki frá hliðarlínunni. Meðal fyrstu starfa Mourinho hjá knattspyrnufélagi var að vera túlkur Sir Bobby Robson þegar hann þjálfaði bæði Sporting Lissabon og Porto snemma á tíunda áratugnum. Hann fylgdi Robson til Barcelona og eftir að Robson fór til PSV varð Mourinho eftir og starfaði þá með Louis van Gaal. Jose Mourinho og Roman Abramovich ræða saman eftir að Mourinho kom til Chelsea. Samband þeirra er sagt hafa verið afar stirt.Nordic Photos / Getty Images Sjálfstraust Mourinho og persónuleiki varð til þess að hlutverk hans hjá Barcelona stækkaði sífellt og tók hann síðar við B-liði Barcelona. Árið 2000 fékk hann loksins tækifæri til að stjórna sínu eigin liði. Hann tók þá við Benfica snemma á leiktíðinni af Jupp Heynckes. Miklar sveiflur voru á stjórn Benfica þann tíma sem Mourinho starfaði hjá liðinu. Nýr forseti var til að mynda kjörinn. Eftir ágætt gengi í fyrstu leikjunum bað Mourinho nýja forsetann um að framlengja samning sinn. Hann neitaði og Mourinho hætti eftir aðeins níu vikur í starfi. Tímabilið 2001-2 þjálfaði Mourinho lið Uniao de Leiria með ágætum árangri en liðið hefur aldrei talist til stórvelda Portúgals. Snemma árs 2002 tók hann við Porto. Félagið var þá þegar búið að missa af deildarmeistaratitlinum og átti í vandræðum með að tryggja sér Evrópusæti.Mourinho með börnum sínum, Zuca (til vinstri) og Matilde, eftir að hafa unnið ensku deildina vorið 2005.Nordic Photos / Getty ImagesÞökk sé góðum endaspretti undir stjórn Mourinho þar sem liðið vann ellefu leiki af síðustu fimmtán tryggði það sér þriðja sæti deildarinnar og þar með þátttökurétt í Evrópukeppni félagsliða. Mourinho lofaði við það tækifæri að liðið yrði meistari að ári. Hann stóð við það. Porto vann deildina með ellefu stiga forystu á Benfica og setti líka nýtt stigamet. Porto varð líka bikarmeistari sem og Evrópumeistari félagsliða eftir sigur á Celtic í úrslitaleik. Vorið 2004 varð Porto aftur portúgalskur meistari en tapaði í úrslitum bikarkeppninnar fyrir Benfica. Það reyndist þá ágæt sárabót tveimur vikum síðar að liðið varð Evrópumeistari eftir sigur á Monaco í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Á leið sinni í úrslitaleikinn sló Porto út félög á borð við Manchester United, Lyon og Deportivo la Coruna. Liðið tapaði aðeins einum leik allt tímabilið, fyrir Real Madrid í riðlakeppninni. Allt síðasta tímabil sitt hjá Porto var Mourinho þrálátlega orðaður við stjórastöðuna hjá Chelsea. Ár var liðið frá því að rússneski olíujöfurinn Roman Abramovich keypti Chelsea og ljóst var að hann vildi skipta út Claudio Ranieri, þáverandi stjóra félagsins.Terry, Mourinho og Lampard. Þvílíkt þríeyki.Nordic Photos / Getty ImagesMourinho sagði þó í samtali við portúgalska fjölmiðla í janúar árið 2004 að hann vildi frekar taka við Liverpool heldur en Chelsea. "Allir hafa áhuga á Liverpool en Chelsea vekur ekki áhuga minn af því að það er svo nýtt verkefni. Ég held að það sé þannig verkefni að ef liðið vinnur ekki alla titla muni Abramovich missa áhugann og fjarlægja allan peninginn úr félaginu. Það er mikil óvissa sem fylgir því verkefni." Í júní 2004 tók hann við Chelsea. Á blaðamannafundi lét hann þessi frægu orð falla: "Please don't call me arrogant, but I'm European champion and I think I'm a special one." Þetta varð til þess að Mourinho var ávallt kallaður sá "sérstaki" (The Special One). Ferill hans hjá Chelsea er vel þekktur. Mourinho stýrði liðinu til sigurs í ensku úrvalsdeildinni næstu tvö árin og var duglegur að fá til sín heimsþekkta leikmenn. Mörg umdeild atvik standa upp úr frá ferli hans hjá Chelsea. Hann gagnrýndi sænska dómarann Anders Frisk harkalega eftir viðureign við Barcelona í Meistaradeildinni og sá sænski hætti dómgæslu eftir að honum bárust líflátshótanir í kjölfarið.Mourinho með sigurlaun ensku bikarkeppninnar síðastliðið vor.Nordic Photos / Getty ImagesMourinho var svo sektaður um 200 þúsund pund fyrir að hafa fundað með Ashley Cole, þáverandi leikmanni Arsenal. Rimma hans við Arsenal náði svo hámarki þegar hann kallaði Arsene Wenger, stjóra liðsins, gluggagægi. Í fyrsta leik tímabilsins vann Chelsea lið Birmingham á heimavelli, 3-2. Þar með lék liðið sinn 64. deildarleik í röð á heimavelli án þess að tapa. Það var nýtt met en liðið bætti þar með árangur Liverpool frá árunum 1978-1981. Chelsea hefur aldrei tapað á heimavelli í stjórnartíð Mourinho. En það var misjafn árangur í Meistaradeildinni sem varð Mourinho að falli. Undir hans stjórn komst liðið aldrei í úrslitaleik keppninnar og fyrsti leikur liðsins í keppninni í ár þótti ekki lofa góðu. Þá gerði liðið 1-1 jafntefli við Noregsmeistara Rosenborg á heimavelli sínum. Það skal þó tekið fram að liðið vantaði helstu markaskorara sína og hafði þrátt fyrir jafnteflið gríðarmikla yfirburði í leiknum.Titlar Mourinho:Deildarmeistari: 2003, 2004, 2005, 2006.Bikarmeistari: 2003, 2007.Deildarbikarmeistari: 2005, 2007.Meistari meistaranna: 2003, 2005.Evrópumeistarar (Meistaradeild Evrópu): 2004.Evrópumeistarar félagsliða (UEFA-bikarkeppnin): 2003. Árangur allra liða í ensku úrvalsdeildinni í stjórnartíð Mourinho hjá Chelsea:1. Chelsea 280 stig 2. Manchester United 260 stig 3. Arsenal 231 stig 4. Liverpool 219 stig 5. Tottenham 181 stig 6. Everton 179 stig 7. Bolton 173 stig 8. Blackburn 166 stig 9. Middlesbrough 153 stig 10. Newcastle 153 stigSjá einnig:Jose Mourinho hættur hjá ChelseaGrant tekur við ChelseaMourinho: hvað gerðist?„Mourinho fær 3,2 milljarða"Mourinho varð að víkjaAndy Gray: Synd að missa MourinhoCarvalho: Misstum besta þjálfara í heimiYfirlýsing frá Jose MourinhoHverjir fara í kjölfar Mourinho? Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Leik lokið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira
Jose Mourinho hætti skyndilega hjá Chelsea í gær. Hann er umdeildur en ljóst er að enska úrvalsdeildin verður ekki söm án hans. Fréttirnar virtust koma eins og þruma úr heiðskíru lofti en miðað við umtal og orðróma síðustu vikna og mánuði er ljóst að eitthvað lá í loftinu. José Mário dos Santos Mourinho Félix heitir hann fullu nafni og er í dag 44 ára gamall. Sem leikmaður var hann ekkert sérstaklega árangursríkur en hafði snemma þótt lunkinn að greina leiki frá hliðarlínunni. Meðal fyrstu starfa Mourinho hjá knattspyrnufélagi var að vera túlkur Sir Bobby Robson þegar hann þjálfaði bæði Sporting Lissabon og Porto snemma á tíunda áratugnum. Hann fylgdi Robson til Barcelona og eftir að Robson fór til PSV varð Mourinho eftir og starfaði þá með Louis van Gaal. Jose Mourinho og Roman Abramovich ræða saman eftir að Mourinho kom til Chelsea. Samband þeirra er sagt hafa verið afar stirt.Nordic Photos / Getty Images Sjálfstraust Mourinho og persónuleiki varð til þess að hlutverk hans hjá Barcelona stækkaði sífellt og tók hann síðar við B-liði Barcelona. Árið 2000 fékk hann loksins tækifæri til að stjórna sínu eigin liði. Hann tók þá við Benfica snemma á leiktíðinni af Jupp Heynckes. Miklar sveiflur voru á stjórn Benfica þann tíma sem Mourinho starfaði hjá liðinu. Nýr forseti var til að mynda kjörinn. Eftir ágætt gengi í fyrstu leikjunum bað Mourinho nýja forsetann um að framlengja samning sinn. Hann neitaði og Mourinho hætti eftir aðeins níu vikur í starfi. Tímabilið 2001-2 þjálfaði Mourinho lið Uniao de Leiria með ágætum árangri en liðið hefur aldrei talist til stórvelda Portúgals. Snemma árs 2002 tók hann við Porto. Félagið var þá þegar búið að missa af deildarmeistaratitlinum og átti í vandræðum með að tryggja sér Evrópusæti.Mourinho með börnum sínum, Zuca (til vinstri) og Matilde, eftir að hafa unnið ensku deildina vorið 2005.Nordic Photos / Getty ImagesÞökk sé góðum endaspretti undir stjórn Mourinho þar sem liðið vann ellefu leiki af síðustu fimmtán tryggði það sér þriðja sæti deildarinnar og þar með þátttökurétt í Evrópukeppni félagsliða. Mourinho lofaði við það tækifæri að liðið yrði meistari að ári. Hann stóð við það. Porto vann deildina með ellefu stiga forystu á Benfica og setti líka nýtt stigamet. Porto varð líka bikarmeistari sem og Evrópumeistari félagsliða eftir sigur á Celtic í úrslitaleik. Vorið 2004 varð Porto aftur portúgalskur meistari en tapaði í úrslitum bikarkeppninnar fyrir Benfica. Það reyndist þá ágæt sárabót tveimur vikum síðar að liðið varð Evrópumeistari eftir sigur á Monaco í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Á leið sinni í úrslitaleikinn sló Porto út félög á borð við Manchester United, Lyon og Deportivo la Coruna. Liðið tapaði aðeins einum leik allt tímabilið, fyrir Real Madrid í riðlakeppninni. Allt síðasta tímabil sitt hjá Porto var Mourinho þrálátlega orðaður við stjórastöðuna hjá Chelsea. Ár var liðið frá því að rússneski olíujöfurinn Roman Abramovich keypti Chelsea og ljóst var að hann vildi skipta út Claudio Ranieri, þáverandi stjóra félagsins.Terry, Mourinho og Lampard. Þvílíkt þríeyki.Nordic Photos / Getty ImagesMourinho sagði þó í samtali við portúgalska fjölmiðla í janúar árið 2004 að hann vildi frekar taka við Liverpool heldur en Chelsea. "Allir hafa áhuga á Liverpool en Chelsea vekur ekki áhuga minn af því að það er svo nýtt verkefni. Ég held að það sé þannig verkefni að ef liðið vinnur ekki alla titla muni Abramovich missa áhugann og fjarlægja allan peninginn úr félaginu. Það er mikil óvissa sem fylgir því verkefni." Í júní 2004 tók hann við Chelsea. Á blaðamannafundi lét hann þessi frægu orð falla: "Please don't call me arrogant, but I'm European champion and I think I'm a special one." Þetta varð til þess að Mourinho var ávallt kallaður sá "sérstaki" (The Special One). Ferill hans hjá Chelsea er vel þekktur. Mourinho stýrði liðinu til sigurs í ensku úrvalsdeildinni næstu tvö árin og var duglegur að fá til sín heimsþekkta leikmenn. Mörg umdeild atvik standa upp úr frá ferli hans hjá Chelsea. Hann gagnrýndi sænska dómarann Anders Frisk harkalega eftir viðureign við Barcelona í Meistaradeildinni og sá sænski hætti dómgæslu eftir að honum bárust líflátshótanir í kjölfarið.Mourinho með sigurlaun ensku bikarkeppninnar síðastliðið vor.Nordic Photos / Getty ImagesMourinho var svo sektaður um 200 þúsund pund fyrir að hafa fundað með Ashley Cole, þáverandi leikmanni Arsenal. Rimma hans við Arsenal náði svo hámarki þegar hann kallaði Arsene Wenger, stjóra liðsins, gluggagægi. Í fyrsta leik tímabilsins vann Chelsea lið Birmingham á heimavelli, 3-2. Þar með lék liðið sinn 64. deildarleik í röð á heimavelli án þess að tapa. Það var nýtt met en liðið bætti þar með árangur Liverpool frá árunum 1978-1981. Chelsea hefur aldrei tapað á heimavelli í stjórnartíð Mourinho. En það var misjafn árangur í Meistaradeildinni sem varð Mourinho að falli. Undir hans stjórn komst liðið aldrei í úrslitaleik keppninnar og fyrsti leikur liðsins í keppninni í ár þótti ekki lofa góðu. Þá gerði liðið 1-1 jafntefli við Noregsmeistara Rosenborg á heimavelli sínum. Það skal þó tekið fram að liðið vantaði helstu markaskorara sína og hafði þrátt fyrir jafnteflið gríðarmikla yfirburði í leiknum.Titlar Mourinho:Deildarmeistari: 2003, 2004, 2005, 2006.Bikarmeistari: 2003, 2007.Deildarbikarmeistari: 2005, 2007.Meistari meistaranna: 2003, 2005.Evrópumeistarar (Meistaradeild Evrópu): 2004.Evrópumeistarar félagsliða (UEFA-bikarkeppnin): 2003. Árangur allra liða í ensku úrvalsdeildinni í stjórnartíð Mourinho hjá Chelsea:1. Chelsea 280 stig 2. Manchester United 260 stig 3. Arsenal 231 stig 4. Liverpool 219 stig 5. Tottenham 181 stig 6. Everton 179 stig 7. Bolton 173 stig 8. Blackburn 166 stig 9. Middlesbrough 153 stig 10. Newcastle 153 stigSjá einnig:Jose Mourinho hættur hjá ChelseaGrant tekur við ChelseaMourinho: hvað gerðist?„Mourinho fær 3,2 milljarða"Mourinho varð að víkjaAndy Gray: Synd að missa MourinhoCarvalho: Misstum besta þjálfara í heimiYfirlýsing frá Jose MourinhoHverjir fara í kjölfar Mourinho?
Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Leik lokið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sjá meira