Enski boltinn

Grant tekur við Chelsea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Avraham Grant er nýr knattspyrnustjóri Chelsea.
Avraham Grant er nýr knattspyrnustjóri Chelsea. Nordic Photos / Getty Images

Avram Grant, fyrrum landsliðsþjálfari Ísrael og yfirmaður knattspyrnumála hjá Chelsea, mun í dag taka við þjálfun liðsins.

Þetta hefur verið tilkynnt á heimasíðu Chelsea. Steve Clark verður aðstoðarmaður hans en hann var einnig aðstoðarmaður Mourinho.

Hinn 51 árs gamli Grant er góðvinur Abramovich og kom til félagsins í sumar í óþökk Mourinho. Sá síðarnefndi sagði honum að skipta sér ekki af liðinu en staða Grant innan félagsins er sterk. Meðal annars á hann sæti í stjórn þess.

Grant hefur helst unnið sér til afreks að hafa verið hársbreidd frá því að tryggja Ísrael sæti á HM í Þýskalandi árið 2006.

Sparkspekingar eru flestir á þeirri skoðun að það verði erfitt fyrir Grant taka við Mourinho.

"Það væri annað ef einhver virtur eins og Guus Hiddink tæki við félaginu. Ég er bara ekki viss um Grant," sagði Gavin Peacock, fyrrum leikmaður Chelsea í samtali við fréttavef BBC.

Sjá einnig:

Jose Mourinho hættur hjá Chelsea

Ferill Mourinho í máli og myndum

Mourinho: hvað gerðist?

„Mourinho fær 3,2 milljarða“ 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×