Enski boltinn

Útlendingar í meirihluta í úrvalsdeildinni

AFP

Hlutfall útlendinga í ensku úrvalsdeildinni hefur aldrei verið eins hátt og á síðustu leiktíð, þar sem rúmlega 55% leikmanna voru útlendingar. Enska deildin er í algjörum sérflokki í Evrópu hvað varðar fjölda útlendinga.

55,4% leikmanna í ensku úrvalsdeildinni í fyrra voru þannig útlendingar - umtalsvert fleiri en t.d. í Þýskalandi (44,8%), Spáni (34,3%), Frakklandi (32,2%) og Ítalíu (28,9%). Þessar tölur eru byggðar á ítarlegri rannsókn sem framkvæmd var í Sviss og Frakklandi þar sem þjóðerni allra leikmanna sem komu við sögu í efstu deild á síðustu leiktíð var kannað.

Knattspyrnusérfræðingar á Englandi hafa mikið rætt og ritað um þetta málefni og þeir svartsýnustu vilja að ensk knattspyrnuyfirvöld bregðist við þessu ef ekki eigi illa að fara fyrir enska landsliðinu í framtíðinnni.

Smelltu hér til að sjá frétt tengda efninu frá því í síðasta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×