Enski boltinn

Drogba rappar gegn rasisma

Drogba er orðinn leiður á kynþáttafordómum
Drogba er orðinn leiður á kynþáttafordómum NordicPhotos/GettyImages

Framherjinn Didier Drogba lætur hnémeiðsli ekki stöðva sig frá því leggja góðu málefni lið. Á sunnudaginn kemur hann fram í Royal Albert Hall ásamt fleiri góðum mönnum á sérstakir góðgerðasamkomu. Þá ætlar hann að syngja inn á geisladisk sem gefinn verður út undir merkjum "Kick Racism out of Football" herferðinni.

"Kynþáttafordómar eru leiðinlegur hlutur sem erfitt er að sætta sig við. Maður heldur alltaf að ástandið sé að skána en svo kemur einhver bjáni og eyðileggur allt saman. Mér er alveg sama hvort menn eru svartir eða hvítir," sagði Drogba í samtali við The Sun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×