Margrét Lára: Svíþjóð heillar mest Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. september 2007 14:15 Margrét Lára gefur ungum stuðningsmanni Vals eiginhandaáritun. Mynd/Anton Margrét Lára Viðarsdóttir segir að nýyfirstaðið tímabil hafi sennilega verið hennar síðasta með Val í bili. Hún stefnir á atvinnumennsku. Hún var valin besti leikmaður Landsbankadeildar kvenna fyrir umferðir 13-18 í dag. Reyndar er Valur ennþá með í Evrópukeppni félagsliða og mun Margrét Lára klára það verkefni með félaginu Valur er í riðli með Frankfurt, Everton og Wezemal en leikir riðilsins fara fram í heimalandi síðastnefnda liðsins, Belgíu, dagana 11.-16. október. "Nú hefst nýtt undirbúningstímabil með tilheyrandi hlaupum og teygjum. Það verður bara gaman," sagði Margrét Lára við Vísi. Valur komst í fjórðungsúrslit keppninnar fyrir tveimur árum og tapaði þá fyrir einu sterkasta félagsliði Evrópu, Potsdam frá Þýskalandi. "Við ætlum okkur að sjálfsögðu að komast áfram líka núna en það verður mjög erfitt verkefni. Við þurfum að sýna okkar allra besta til þess." Hún segir að það markmið sé raunhæft fyrir Valsmenn. "Við höfum unnið okkur sæti í þessum millriðli leins og öll hin liðin og við eigum jafna möguleika á því að komast áfram." Margrét Lára með viðurkenningu sína í dag.Mynd/E. Stefán Margrét Lára segir það líklegt að hún muni reyna atvinnumennskuna á nýjan leik eftir tímabilið. Hún samdi við þýska liðið Duisburg á svipuðum tíma í fyrra en hætti hjá félaginu skömmu eftir áramót. "Ég mun taka mér gott frí þegar þetta er búið og skoða mína möguleika í rólegheitum. Maður skyldi aldrei segja aldrei um hvort þetta er síðasta tímabilið mitt með Val en ég set alla vega stefnuna út." Það má heyra á henni að það heillar hana ekki að fara aftur til Þýskalands. "Svíþjóð heillar mig langmest í augnablikinu. Það getur líka vel verið að eitthvað annað spennandi komi upp líka." Nýrri atvinnumannadeild hefur verið komið á fót í Bandaríkjunum en Margrét Lára segir að það sé ótímabært fyrir hana að fara þangað. "Ég held að það væri ágætt fyrir mig að hoppa ekki beint út í þá djúpu laug. Kanarnir eru enn að prófa sig áfram og ágætt að leyfa þeim að þróa þessa deild í nokkur ár enn. Svo er hægt að skoða þann möguleika síðar." Sjá einnig: Margrét Lára valin best Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Fleiri fréttir Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Sjá meira
Margrét Lára Viðarsdóttir segir að nýyfirstaðið tímabil hafi sennilega verið hennar síðasta með Val í bili. Hún stefnir á atvinnumennsku. Hún var valin besti leikmaður Landsbankadeildar kvenna fyrir umferðir 13-18 í dag. Reyndar er Valur ennþá með í Evrópukeppni félagsliða og mun Margrét Lára klára það verkefni með félaginu Valur er í riðli með Frankfurt, Everton og Wezemal en leikir riðilsins fara fram í heimalandi síðastnefnda liðsins, Belgíu, dagana 11.-16. október. "Nú hefst nýtt undirbúningstímabil með tilheyrandi hlaupum og teygjum. Það verður bara gaman," sagði Margrét Lára við Vísi. Valur komst í fjórðungsúrslit keppninnar fyrir tveimur árum og tapaði þá fyrir einu sterkasta félagsliði Evrópu, Potsdam frá Þýskalandi. "Við ætlum okkur að sjálfsögðu að komast áfram líka núna en það verður mjög erfitt verkefni. Við þurfum að sýna okkar allra besta til þess." Hún segir að það markmið sé raunhæft fyrir Valsmenn. "Við höfum unnið okkur sæti í þessum millriðli leins og öll hin liðin og við eigum jafna möguleika á því að komast áfram." Margrét Lára með viðurkenningu sína í dag.Mynd/E. Stefán Margrét Lára segir það líklegt að hún muni reyna atvinnumennskuna á nýjan leik eftir tímabilið. Hún samdi við þýska liðið Duisburg á svipuðum tíma í fyrra en hætti hjá félaginu skömmu eftir áramót. "Ég mun taka mér gott frí þegar þetta er búið og skoða mína möguleika í rólegheitum. Maður skyldi aldrei segja aldrei um hvort þetta er síðasta tímabilið mitt með Val en ég set alla vega stefnuna út." Það má heyra á henni að það heillar hana ekki að fara aftur til Þýskalands. "Svíþjóð heillar mig langmest í augnablikinu. Það getur líka vel verið að eitthvað annað spennandi komi upp líka." Nýrri atvinnumannadeild hefur verið komið á fót í Bandaríkjunum en Margrét Lára segir að það sé ótímabært fyrir hana að fara þangað. "Ég held að það væri ágætt fyrir mig að hoppa ekki beint út í þá djúpu laug. Kanarnir eru enn að prófa sig áfram og ágætt að leyfa þeim að þróa þessa deild í nokkur ár enn. Svo er hægt að skoða þann möguleika síðar." Sjá einnig: Margrét Lára valin best
Mest lesið Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Enski boltinn Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Formúla 1 „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Fótbolti Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Enski boltinn Kominn með nóg og vill fara frá United Enski boltinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Formúla 1 Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Formúla 1 Útilokar ekki að koma heim Fótbolti Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Fleiri fréttir Guéhi hetjan og Palace upp í fjórða sæti Glódís og Bayern að stinga af eftir stórsigur Benítez enn með Sverri á bekknum og það borgaði sig ekki Tómas á toppnum eftir sigur á skoska risanum Hópslagsmál á vellinum: „Áður en ég vissi af flugu hnefar út um allt“ Hálfíslenskt mark í sigri Fiorentina Hömrunum heitt í hamsi eftir dramatík Owen um Salah: „Skil hvernig þér líður“ Karólína lagði upp en Hlín meiddist Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Kominn með nóg og vill fara frá United Fyrrum eigandi Liverpool látinn „Ég sem faðir er ekkert eðlilega stoltur af honum“ Skýtur á Salah: „Lætur þetta allt snúast um sig“ Útilokar ekki að koma heim Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Sjá meira