Enski boltinn

Queiroz gæti farið frá Manchester United

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sir Alex Ferguson og Carlos Queiroz ræða málin.
Sir Alex Ferguson og Carlos Queiroz ræða málin. Nordic Photos / Getty Images

Carlos Queiroz gefur nú til kynna að hann gæti farið frá Manchester United til að leita áskorana á nýjum vettvangi.

"Ég þarf að velta fyrir mér hvað ég vil taka mér fyrir hendur á síðasta hluta ferils míns," sagði Queiroz.

Hann hóf fyrst störf sem aðstoðarmaður Sir Alex Ferguson í júní 2002 en ári síðar tók hann við Real Madrid.

Queiroz var svo rekinn þaðan og fór aftur til United sumarið 2004.

Ferguson hefur látið hafa eftir sér að hann vilji að Queiroz taki við af sér þegar hann hættir störfum sem knattspyrnustjóri United. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×