Enski boltinn

Ramos vill þjálfa á Englandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Juande Ramos, knattspyrnustjóri Sevilla.
Juande Ramos, knattspyrnustjóri Sevilla. Nordic Photos / Getty Images

Juande Ramos, knattspyrnustjóri Sevilla, segist mikinn áhuga hafa á því að starfa í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur verið orðaður við Tottenham.

Tottenham hefur ekki byrjað vel í ensku úrvalsdeildinni og búast margir við því að Martin Jol verði látinn fara innan skamms

Ramos hefur áður verið orðaður við og sagði fyrir skömmu að hann hefði fengið "svimandi hátt" tilboð frá Tottenham.

Hann hafnaði því hins vegar þar sem hann hefur hug á að uppfylla samning sinn við Sevilla.

"Í dag er ég stjóri Sevilla og er eingöngu með hugann við það félag. Allt er þó mögulegt," sagði Ramos.

"Ein af þeim áskorunum sem ég get tekist á við er að starfa í öðru landi. Það væri frábært að fara til Englands en ég hef enga sérstaka dagsetningu í huga. En allir vita að óvæntir hlutir gerast í fótbolta."

Sevilla mætir Arsenal á Emirates Stadium á morgun í Meistaradeild Evrópu. Arsenal vann einmitt Tottenham í ensku úrvalsdeildinni á laugardag.

Daniel Alves, varnarmaður Sevilla, býst við því að hann verði hjá Sevilla út tímabilið. "Ég óttast það ekki að hann fari en býst við því að þetta verði hans síðasta tímabil hjá félaginu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×