Enski boltinn

Usmanov næst stærsti hluthafi Arsenal

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Rússneski milljarðamæringurinn Alisher Usmanov er nú orðinn næst stærsti hluthafinn í Arsenal. Hann á nú 21 prósenta hlut í félaginu.

Peter Hill-Wood, stjórnarformaður Arsenal, hefur þó sagt að stærstu hluthafar félagsins hafi engan áhuga á að selja sína hluta.

Usmanov keypti sinn fyrsta hlut í Arsenal í síðasta mánuði er hann keypti 14,65 prósenta hlut David Dein á 75 milljónir punda, um 9,8 milljarða króna.

Dein var varastjórnarformaður Arsenal en hætti hjá félaginu vegna ósættis um stefnu stjórnarinnar um utanaðkomandi fjárfestingar í félaginu. Dein er nú stjórnarformaður eignarhlutafélags Usmanov og hefur sjálfsagt mikinn áhuga á að hafa sitt að segja um framtíð Arsenal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×