Enski boltinn

Derby vann Newcastle óvænt

Derby skoraði á 39. mínútu.
Derby skoraði á 39. mínútu.

Mark frá Kenny Miller tryggði Derby 1-0 sigur á Newcastle í kvöld en þetta var fyrsti sigur Derby á tímabilinu. Þar með náðu Hrútarnir að klifra úr botnsætinu. Markið frá Miller var stórglæsilegt, skot fyrir utan teig í fyrri hálfleik.

Tvívegis í leiknum vildi Newcastle fá vítaspyrnur en varð ekki að ósk sinni. Það voru því liðsmenn Derby sem fögnuðu sigri í leikslok en fyrir þennan leik höfðu þeir tapað fjórum leikjum í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×