Enski boltinn

City lagði Villa í leiðinlegum leik

Michael Johnson (tv) fagnar marki sínu ásamt félögum sínum
Michael Johnson (tv) fagnar marki sínu ásamt félögum sínum NordicPhotos/GettyImages

Michael Johnson skoraði eina mark leiksins þegar Manchester City tryggði sér fullkominn árangur á heimavelli með 1-0 sigri á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í dag. Villa-menn reyndu án afláts að jafna metin eftir markið en höfðu ekki heppnina með sér.

City hafði tapað tveimur leikjum í röð eftir góða byrjun í deildinni en Villa kom inn í leikinn hafandi unnið tvo leiki í röð. City hafði lagt Manchester United og Villa lagði Chelsea í síðustu umferð, en liðin sýndu fá tilþrif í leiknum í dag- sem var hreint út sagt bragðdaufur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×