Enski boltinn

Benitez: Ferguson stafar ógn af okkur

NordicPhotos/GettyImages

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, segist ekki vilja láta egna sig út í orðastríð við Sir Alex Ferguson. Ferguson hefur sakað Benitez og félaga um að vera í fýlu af því félaginu tókst ekki að krækja í Gabriel Heinze, en Benitez telur að Ferguson sé hræddur við Liverpool eftir góða byrjun liðsins í haust.

"Ég vil taka það fram að ég ber mikla virðingu fyrir Ferguson. Hann er frábær stjóri. En ég verð að hugsa um minn klúbb og kannski hefur Ferguson bara áhyggjur af okkur af því við erum með betra lið núna en undanfarin ár. Það er fínt að fólk sé farið að tala um okkur þegar rætt er um baráttuna um titilinn næsta vor. Ég veit ekki hvað Ferguson er að hugsa þegar hann er að tala um okkur, því það eina sem liggur fyrir er að Heinze er ekki hérna og ivð verðum að sætta okkur við það og horfa fram á við," sagði Benitez.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×