Enski boltinn

Liverpool rænir Sevilla á ný

Benitez er naskur við að næla í efnilega leikmenn í heimalandi sínu
Benitez er naskur við að næla í efnilega leikmenn í heimalandi sínu NordicPhotos/GettyImages

Rafa Benitez hefur látið til skarar skríða á Spáni enn eina ferðina og í dag staðfestu forráðamenn Sevilla að Liverpool hefði náð samningum við varnarmanninn efnilega Daniel Sanchez Ayala. Þessi 17 ára leikmaður kemur úr unglingaliði Sevilla og sagt er að hann muni ganga frá þriggja ára samningi við þá rauðu í næstu viku.

Liverpool þarf að greiða Sevilla bætur fyrir leikmanninn, en hann neitaði að framlengja samning sinn við spænska félagið. Þetta er í annað skipti á tveimur árum sem Benitez nælir í efnilegan leikmann frá Sevilla með þessum hætti, en árið 2005 náði hann að krækja í Antonio Barragan til Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×