Enski boltinn

Mourinho vill að línuvörðurinn biðjist afsökunar

Mourinho var ekki sáttur við dómgæsluna í gær
Mourinho var ekki sáttur við dómgæsluna í gær NordicPhotos/GettyImages

Jose Mourinho, stjóri Chelsea, vill að aðstoðardómarinn Peter Kirkup biðjist afsökunar eftir að hann dæmdi mark Salomon Kalou af í leiknum gegn Blackburn í gær. Miklar deilur hafa staðið yfir vegna hins meinta marks sem flestir vilja meina að hafi verið fullkomlega löglegt.

"Ég bara skil þetta ekki og það væri rosalega gott ef línuvörðurinn væri til í að útskýra sitt mál. Ég sagði honum að ég myndi bíða spenntur eftir símtali og afsökunarbeiðni frá honum," sagði Mourinho. "Við skoruðum fullkomlega löglegt mark en línuvörðurinn vill ekki segja okkur af hverju hann lét það ekki standa," sagði Mourinho.

Mark Hughes, stjóri Blackburn, var ekki á sama máli. "Þetta var rangstaða. Maðurinn var kannski ekki nema hálfan metra fyrir innan - en þetta var samt rangstaða," sagði Hughes. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×