Enski boltinn

Stóri-Sam myndi drepa mig

Mourinho væri ekki til í að lenda í Samma í vondu skapi
Mourinho væri ekki til í að lenda í Samma í vondu skapi NordicPhotos/GettyImages

Jose Mourinho var spurður að því á blaðamannafundi fyrir helgina hvaða stjóra í ensku knattspyrnunni hann myndi síst vilja slást við í kjölfar hnefahöggsins sem Luis Scolari hjá portúgalska landsliðinu veitti Ivica Dragutinovic á miðvikudagskvöldið.

Mourinho var ekki í vandræðum með að nefna óárennilegustu stjórana og nefndi þá Roy Keane hjá Sunderland og Stóra-Sam Allardyce hjá Newcastle. "Hvern myndi ég síst vilja slást við? Stóra-Sam! Hann myndi drepa mig," sagði Mourinho og skellihló.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×