Enski boltinn

Þú veist ekkert hvað þú ert að gera

Sammy Lee segist vera sigurvegari þrátt fyrir fimm töp í sex leikjum
Sammy Lee segist vera sigurvegari þrátt fyrir fimm töp í sex leikjum NordicPhotos/GettyImages

Þetta sungu stuðningsmenn Bolton í dag þegar knattspyrnustjóri liðsins framkvæmdi varnarsinnaðar skiptingar á liði sínu þegar það var undir 1-0 gegn Birmingham. Lee ætlar ekki að hætta þrátt fyrir að hafa tapað fimm af síðustu sex leikjum með Bolton.

"Ég er sigurvegari. Ég kem úr sigurumhverfi og ég er ekki maður sem gefst upp þegar á móti blæs. Leikurinn í dag olli mér meiri vonbrigðum en nokkur annar leikur okkar á leiktíðinni, því í hinum leikjunum gat ég í það minnsta fundið eitthvað jákvætt til að tala um, en ég er enn að leita að einhverju slíku til að segja um þennan leik. Við verðum að standa saman og koma okkur út úr þessum ógöngum," sagði Lee. Hann segist gera sér grein fyrir að ástandið sé ekki glæsilegt.

"Ég veit að þetta er langt frá því að vera fullkomið, því í fyrra hirtum við 70% allra stiga sem í boði voru fram yfir jólatörnina. Við verðum að leggja hart að okkur til að laga stöðuna," sagði Lee.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×