Enski boltinn

Schuster: Ballack er alltaf velkominn til Madrid

Michael Ballack er mikið í umræðunni þessa dagana
Michael Ballack er mikið í umræðunni þessa dagana NordicPhotos/GettyImages

Bernd Schuster, þjálfari Real Madrid á Spáni, segir að dyr sínar séu alltaf opnar fyrir landa sínum Michael Ballack. Hann segir að Chelsea og Real Madrid hafi átt viðræðu um leikmanninn í sumar, en viðurkennir að launakröfur hans myndu líklega sprengja bankann hjá spænska félaginu.

"Ég hef ekki lokað dyrunum fyrir Ballack og ég reikna með því að hann verði enn frábær leikmaður eftir hálft ár," sagði Schuster í samtali við Kicker í Þýskalandi. "Ég er hinsvegar hræddur um að það yrði erfitt fjárhagslega. Ballack er með risasamning hjá Chelsea og að greiða honum slík laun myndi koma okkur langt fram úr launakvótanum. Hér er enginn leikmaður á slíkum launum og við viljum heldur ekki greiða svona há laun," sagði Schuster.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×