Enski boltinn

Arsenal: Við þurfum enga milljarðamæringa

NordicPhotos/GettyImages

Peter Hill-Wood, stjórnarformaður Arsenal, segir að félagið sé fullfært um að vera í fremstu röð á Englandi án aðstoðar milljarðarðamæringa líkt og keppinautarnir. Hugsanleg yfirtaka á Arsenal hefur verið mikið í fréttum síðustu vikur og menn á borð við Alisher Usmanov og Stan Kroenke hafa þegar keypt hlut í félaginu.

"Við höfum alltaf rekið Arsenal með skynsemina í fararbroddi og allt þetta bull um að félagið þurfi á fjárfestingum milljarðamæringa til að ná árangri á sér enga stoð í raunveruleikanum. Ég hef hinsvegar ekkert á móti því að erlendir fjárfestar séu að koma inn í deildina og tel það vera jákvætt. Þessir menn eru ekki fæddir stuðningsmenn liðanna heldur viðskiptamenn - og þeir vilja sjá hagnað í því sem þeir eru að gera. Þetta getur unnið með okkur í framtíðinni þar sem verðmiðar á leikmönnum munu þá ekki rjúka upp úr öllu valdi," sagði Hill-Wood.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×