Enski boltinn

Gerrard segist klár í Rússana

NordicPhotos/GettyImages
Enski landsliðsmaðurinn Steven Gerrard hefur lýst því yfir að hann sé klár í slaginn með enska landsliðinu fyrir leikinn gegn Rússum í undankeppni EM á miðvikudaginn. Gerrard spilaði 70 mínútur gegn Ísraelum á laugardaginn, en það voru fyrstu mínútur hans í langan tíma eftir að hann tábrotnaði. "Táin er fín og ég er í fínu formi fyrir miðvikudagsleikinn," sagði Gerrard.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×