Enski boltinn

Tottenham sagt á eftir Jaaskelainen

Jussi Jaaskelainen
Jussi Jaaskelainen NordicPhotos/GettyImages

Breska blaðið Daily Mail heldur því fram í dag að Tottenham sé nú búið að blanda sér í hóp þeirra félaga sem eru að reyna að fá til sín finnska landsliðsmarkvörðinn Jussi Jaaskelainen frá Bolton. Markvörðurinn hefur enn ekki framlengt samning sinn við Bolton, en þessi 32 ára gamli leikmaður er almennt álitinn einn besti markvörður í ensku úrvalsdeildinni.

Paul Robinson hefur varið mark Tottenham undanfarin ár en hefur verið nokkuð mistækur á síðustu mánuðum - bæði með Tottenham og enska landsliðinu. Varamarkvörður Tottenham, Radek Cerny, hefur ekki fengið tækifæri þó Robinson hafi gert mikið af mistökum og þá þykir unglingalandsliðsmaðurinn Ben Alnwich enn ekki tilbúinn í slaginn með aðalliðinu.

Það verður því forvitnilegt að sjá hvað gerist í markvarðamálum á White Hart Lane í framtíðinni, en liðið hefur farið afleitlega af stað í ensku úrvalsdeildinni og stóllinn orðinn vel volgur undir Martin Jol knattspyrnustjóra. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×