Enski boltinn

Carragher að verða klár

NordicPhotos/GettyImages
Varnarjaxlinn Jamie Carragher hjá Liverpool stefnir á að verða orðinn leikfær þegar Liverpool mætir Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi. Carragher er byrjaður að æfa létt eftir að hafa meiðst á rifjum í leik gegn Sunderland í síðasta mánuði. Rafa Benitez, stjóri Liverpool, segir að það komi líklega í ljós á föstudag hvort hann nær leiknum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×