Enski boltinn

Yakubu varð að fara

Yakubu var orðinn leiður á lífinu hjá Boro
Yakubu var orðinn leiður á lífinu hjá Boro NordicPhotos/GettyImages

Gareth Southgate, stjóri Middlesbrough, segir að félagið hafi neyðst til að selja framherjann Yakubu í sumar því hugarfar hans hafi verið orðið slæmt fyrir liðið. Það var leikur gegn Wigan þann 15. ágúst sem fyllti mælinn hjá stjóranum.

"Tilfinningalega átti hann mjög erfitt uppdráttar og það sem hann sýndi í leiknum gegn Wigan var langt fyrir neðan hans virðingu. Þegar leikmaður er orðinn svona utangátta í liðinu er kominn tími á að gera það sem er félaginu fyrir bestu. Enginn leikmaður er stærri en félagið sem hann spilar fyrir," sagði Southgate.

Yakubu var seldur til Everton fyrir 11,25 milljónir punda áður en félagaskiptaglugginn lokaði, en var reyndar settur út úr liðinu fyrir næstu viðureign þess í deildinni og sú ákvörðun stjórans gerði stjórinni auðveldara um vik í að taka ákvörðun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×