Enski boltinn

Heskey hissa á að vera valinn í landsliðið

Emile Heskey hefur ástæðu til að brosa þessa dagana
Emile Heskey hefur ástæðu til að brosa þessa dagana NordicPhotos/GettyImages

Framherjinn Emile Heskey hjá Wigan hefur verið valinn í enska landsliðshópinn fyrir leikina gegn Israel og Rússum í undankeppni EM. Fjögur ár eru síðan hann var síðast valinn í landsliðið og því var hann skiljanlega hissa þegar kallið kom.

Heskey hefur ekki spilað fyrir England síðan á EM árið 2004 en segist aldrei hafa lokað fyrir að spila með landsliðinu. "Það er mikill heiður að vera kallaður í landsliðið en ég verð að viðurkenna að þetta kom mér mikið á óvart. Ég hef aldrei lokað á það að spila fyrir Englands hönd og þó langt sé síðan ég spilaði síðast - er ánægjulegt að vera kominn aftur," sagði framherjinn stóri.

Hann á þó ekki von á því að spila stórt hlutverk í liði Steve McClaren. "Ég hugsa að ég verði ekki annað en varamaður í liðinu, en ég mun sannarlega gera mitt besta ef kallið kemur," sagði Heskey í samtali við Sky Sports. Hann var fyrst kallaður inn í enska landsliðshópinn árið 1999 og hefur skorað 5 mörk í 43 A-landsleikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×