Enski boltinn

Blackburn tryggir sér sæti í riðlakeppninni

David Bentley fagnar hér marki sínu gegn MyPa í kvöld.
David Bentley fagnar hér marki sínu gegn MyPa í kvöld.

Enska úrvalsdeildarliðið Blackburn tryggði sér í kvöld sæti í riðlakeppni Evrópukeppnis félagsliða með 2-0 sigri á MyPa. Blackburn vann fyrri leikinn á útivelli 1-0 og því samanlagt 3-0. David Bentley og og Jason Roberts skoruðu mörk Blackburn.

Íslendingurinn Ari Freyr Skúlason tryggði liði sínu Häcken sæti í riðlakeppninni þegar hann skoraði eina mark leiksins gegn Dunfermline. Fyrri leikur liðanna fór 1-1 og samanlögð úrslit því 2-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×