Enski boltinn

Hjartað í Clarke stoppaði tvisvar í gær

Aron Örn Þórarinsson skrifar
NordicPhotos/GettyImages

Hjartað í Clive Clarke, leikmanni Leicester, stoppaði tvisvar í gær eftir að hann hann féll niður í hálfleik í leik Leicester og Nottingham Forest í deildarbikarnum í gær. Leikmaðurinn er nú á sjúkrahúsi á meðan læknar reyna að komast að því hvað olli því að hjartað í honum stoppaði.

„Clive getur setið uppréttur og talað, enn hann þarf að gangast undir fleiri skoðanir," sagði Gary Mellor, umboðsmaður leikmannsins. „Læknarnir vilja ekki ekki segja okkur neitt hvað gerðist fyrr en þeir vita nákvæmlega hvað olli hjartastoppinu. Það lýtur út fyrir að hjartað hafi stoppað tvisvar. Fjölskylda Clive er í miklu uppnámi, sérstaklega vegna þess að Antonio Puerta, leikmaður Sevilla, lést í gær eftir að hafa fengið hjartastopp í leik. Við vonum bara að það verði allt í lagi með hann."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×