Enski boltinn

Jafntefli hjá Boro og Newcastle

Elvar Geir Magnússon skrifar
Viduka skoraði gegn sínum fyrrum samherjum á laglegan hátt.
Viduka skoraði gegn sínum fyrrum samherjum á laglegan hátt.

Nú er leikur Middlesbrough og Newcastle búinn en hann endaði með jafntefli 2-2. Leikurinn var fjörugur og skemmtilegur. Mark Viduka kom Newcastle yfir gegn sínum fyrrum samherjum í seinni hálfleik en þremur mínútum síðar jafnaði Julio Arca og þar við sat.

Viduka nýtti líkamsstyrk sinn og tækni þegar hann kom Newcastle í 2-1 á 77. mínútu en Julio Arca svaraði með laglegu marki í bláhornið. Staðan í hálfleik var 1-1 þar sem Charles N'Zogbia kom Newcastle yfir en egypski sóknarmaðurinn Mido jafnaði metin.

Nú klukkan þrjú hefst leikur Manchester United og Tottenham sem er að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Sýn 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×