Everton sigraði Tottenham á White Hart Lane Aron Örn Þórarinsson skrifar 14. ágúst 2007 18:54 Alan Stubbs, Mikel Arteta og Yoseph Yobo fagna hér marki þess fyrstnefnda í kvöld. NordicPhotos/GettyImages Everton sigraði Tottenham í kvöld í fyrsta leik 2. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Everton átti sigurinn skilið en aðeins Paul Robinson kom í veg fyrir að sigurinn yrði stærri. Þar með er lið Tottenham búið að tapa báðum leikjum sínum í úrvalsdeildinni en Everton búið að vinna báða. Joleon Lescott, Leon Osman og Alan Stubbs skoruðu fyrir Everton en Ricardo Gardner skoraði mark Tottenham. Leikurinn hófst klukkan 19:00 og var í beinni textalýsingu hér á Vísi.is. Bjarni Þór Viðarsson var ekki í leikmannahópi Everton í kvöld. 92. mínúta - Paul Robinson ver glæsilega frá Andy Johnson. Johnson fékk gott færi í miðjum teig og skaut í vinstra hornið en Robinson var eins og köttur í markinu og varði vel. Stuttu seinna er leikurinn flautaður af. 87. mínúta - Phil Neville á gott skot fyrir utan teig en boltinn fór framhjá marki Tottenham. Skömmu áður hafði Paul Robinson varið vel frá Andy Johnson sem var í góðu færi. 80. mínúta - Skipting hjá Everton. Phil Jagielka kemur inn á fyrir Victor Anichebe. 78. mínúta - Tim Howard ver glæsilega frá Defoe sem var í ákjósanlegu færi. 74. mínúta - Paul Robinson ver vel frá Andy Johnson sem var í fínu færi á vítateigslínunni. 67. mínúta - Þriðja skiptingin hjá Tottenham. Wayne Routledge kemur inn á í stað Paul Stalteri. Leikurinn er búinn að róast síðustu mínútur. 62. mínúta - Önnur skipting hjá Tottenham. Jermain Defoe kemur inn á í stað Darren Bent. Skömmu áður skaut Robbie Keane framhjá úr aukaspyrnu á hættulegum stað. 58. mínúta - Jermaine Jenas fær gult spjald fyrir að brjóta á Mikel Arteta 48. mínúta - Dimitar Berbatov á góðan skalla sem hafnar í stönginni á marki Everton. Skömmu síðar á Mikel Arteta gott skot sem rúllaði rétt fram hjá marki Tottenham. Seinni hálfleikur byrjar mjög fjöruglega. 46. mínúta - Robbie Keane á gott skot fyrir utan teig strax í byrjun seinni hálfleiks en Tim Howard varði vel í marki Everton. Flautað hefur verið til leikhlés. Staðan er 3-1 fyrir Everton. Alan Stubbs, Leon Osman og Joleon Lescott eru búnir að skora fyrir Everton. Ricardo Gardner skoraði mark Tottenham. 46. mínúta - 1-3 Alan Stubbs skorar úr aukaspyrnu af löngu færi. Boltinn hafði viðkomu í Didier Zokora áður en hann hafnaði í netinu. 37. mínúta - 1-2 Leon Osman skorar með skoti úr miðjum teig eftir mikla baráttu í teignum. 26. mínúta - 1-1 Ricardo Gardner jafnar leikinn með skalla eftir hornspyrnu frá Jenas. 23. mínúta - Berbatov skýtur boltanum yfir markið úr góðu færi eftir fallegan undirbúning Robbie Keane. 18. mínúta - Skipting hjá Tottenham. Younes Kaboul kemur af velli fyrir Ricardo Rocha. Kaboul haltraði af velli. 12. mínúta - Steed Malbranqe fær gult spjald fyrir brot. 10. mínúta - Tim Howard ver glæsilega frá Darren Bent sem var kominn í gott færi eftir stungusendingu. Litlu munaði að Berbatov næði að skora úr frákastinu eftir misskilning í vörn Everton. 7. mínúta - Berbatov skorar mark fyrir Tottenham sem er réttilega dæmt af vegna rangstöðu. 3. mínúta - 0-1 Joleon Lescott skorar með skalla eftir aukaspyrnu frá Mikel Arteta. ----------------------------------------------------------------------------- Byrjunarlið Tottenham: Paul Robinson, Pascal Chimbonda, Younes Kaboul, Anthony Gardner, Paul Stalteri, Didier Zokora, Jermaine Jenas, Steed Malbranque, Robbie Keane, Darren Bent, Dimitar Berbatov. Varamenn Tottenham: Jemaine Defoe, Tom Huddlestone, Wayne Routledge, Ricardo Rocha, Radek Cerny. Byrjunarlið Everton: Tim Howard, Tony Hibbert, Joseph Yobo, Alan Stubbs, Joleon Lescott, Phil Neville, Leon Osman, Lee Carsley, Mikel Arteta, Andy Johnson, Victor Anichebe. Varamenn Everton: James McFadden, Steven Pienaar, Phil Jagielka, Nuno Valente, John Ruddy. Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Sýn2. Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Sjá meira
Everton sigraði Tottenham í kvöld í fyrsta leik 2. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Everton átti sigurinn skilið en aðeins Paul Robinson kom í veg fyrir að sigurinn yrði stærri. Þar með er lið Tottenham búið að tapa báðum leikjum sínum í úrvalsdeildinni en Everton búið að vinna báða. Joleon Lescott, Leon Osman og Alan Stubbs skoruðu fyrir Everton en Ricardo Gardner skoraði mark Tottenham. Leikurinn hófst klukkan 19:00 og var í beinni textalýsingu hér á Vísi.is. Bjarni Þór Viðarsson var ekki í leikmannahópi Everton í kvöld. 92. mínúta - Paul Robinson ver glæsilega frá Andy Johnson. Johnson fékk gott færi í miðjum teig og skaut í vinstra hornið en Robinson var eins og köttur í markinu og varði vel. Stuttu seinna er leikurinn flautaður af. 87. mínúta - Phil Neville á gott skot fyrir utan teig en boltinn fór framhjá marki Tottenham. Skömmu áður hafði Paul Robinson varið vel frá Andy Johnson sem var í góðu færi. 80. mínúta - Skipting hjá Everton. Phil Jagielka kemur inn á fyrir Victor Anichebe. 78. mínúta - Tim Howard ver glæsilega frá Defoe sem var í ákjósanlegu færi. 74. mínúta - Paul Robinson ver vel frá Andy Johnson sem var í fínu færi á vítateigslínunni. 67. mínúta - Þriðja skiptingin hjá Tottenham. Wayne Routledge kemur inn á í stað Paul Stalteri. Leikurinn er búinn að róast síðustu mínútur. 62. mínúta - Önnur skipting hjá Tottenham. Jermain Defoe kemur inn á í stað Darren Bent. Skömmu áður skaut Robbie Keane framhjá úr aukaspyrnu á hættulegum stað. 58. mínúta - Jermaine Jenas fær gult spjald fyrir að brjóta á Mikel Arteta 48. mínúta - Dimitar Berbatov á góðan skalla sem hafnar í stönginni á marki Everton. Skömmu síðar á Mikel Arteta gott skot sem rúllaði rétt fram hjá marki Tottenham. Seinni hálfleikur byrjar mjög fjöruglega. 46. mínúta - Robbie Keane á gott skot fyrir utan teig strax í byrjun seinni hálfleiks en Tim Howard varði vel í marki Everton. Flautað hefur verið til leikhlés. Staðan er 3-1 fyrir Everton. Alan Stubbs, Leon Osman og Joleon Lescott eru búnir að skora fyrir Everton. Ricardo Gardner skoraði mark Tottenham. 46. mínúta - 1-3 Alan Stubbs skorar úr aukaspyrnu af löngu færi. Boltinn hafði viðkomu í Didier Zokora áður en hann hafnaði í netinu. 37. mínúta - 1-2 Leon Osman skorar með skoti úr miðjum teig eftir mikla baráttu í teignum. 26. mínúta - 1-1 Ricardo Gardner jafnar leikinn með skalla eftir hornspyrnu frá Jenas. 23. mínúta - Berbatov skýtur boltanum yfir markið úr góðu færi eftir fallegan undirbúning Robbie Keane. 18. mínúta - Skipting hjá Tottenham. Younes Kaboul kemur af velli fyrir Ricardo Rocha. Kaboul haltraði af velli. 12. mínúta - Steed Malbranqe fær gult spjald fyrir brot. 10. mínúta - Tim Howard ver glæsilega frá Darren Bent sem var kominn í gott færi eftir stungusendingu. Litlu munaði að Berbatov næði að skora úr frákastinu eftir misskilning í vörn Everton. 7. mínúta - Berbatov skorar mark fyrir Tottenham sem er réttilega dæmt af vegna rangstöðu. 3. mínúta - 0-1 Joleon Lescott skorar með skalla eftir aukaspyrnu frá Mikel Arteta. ----------------------------------------------------------------------------- Byrjunarlið Tottenham: Paul Robinson, Pascal Chimbonda, Younes Kaboul, Anthony Gardner, Paul Stalteri, Didier Zokora, Jermaine Jenas, Steed Malbranque, Robbie Keane, Darren Bent, Dimitar Berbatov. Varamenn Tottenham: Jemaine Defoe, Tom Huddlestone, Wayne Routledge, Ricardo Rocha, Radek Cerny. Byrjunarlið Everton: Tim Howard, Tony Hibbert, Joseph Yobo, Alan Stubbs, Joleon Lescott, Phil Neville, Leon Osman, Lee Carsley, Mikel Arteta, Andy Johnson, Victor Anichebe. Varamenn Everton: James McFadden, Steven Pienaar, Phil Jagielka, Nuno Valente, John Ruddy. Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Sýn2.
Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Sjá meira