Everton sigraði Tottenham á White Hart Lane Aron Örn Þórarinsson skrifar 14. ágúst 2007 18:54 Alan Stubbs, Mikel Arteta og Yoseph Yobo fagna hér marki þess fyrstnefnda í kvöld. NordicPhotos/GettyImages Everton sigraði Tottenham í kvöld í fyrsta leik 2. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Everton átti sigurinn skilið en aðeins Paul Robinson kom í veg fyrir að sigurinn yrði stærri. Þar með er lið Tottenham búið að tapa báðum leikjum sínum í úrvalsdeildinni en Everton búið að vinna báða. Joleon Lescott, Leon Osman og Alan Stubbs skoruðu fyrir Everton en Ricardo Gardner skoraði mark Tottenham. Leikurinn hófst klukkan 19:00 og var í beinni textalýsingu hér á Vísi.is. Bjarni Þór Viðarsson var ekki í leikmannahópi Everton í kvöld. 92. mínúta - Paul Robinson ver glæsilega frá Andy Johnson. Johnson fékk gott færi í miðjum teig og skaut í vinstra hornið en Robinson var eins og köttur í markinu og varði vel. Stuttu seinna er leikurinn flautaður af. 87. mínúta - Phil Neville á gott skot fyrir utan teig en boltinn fór framhjá marki Tottenham. Skömmu áður hafði Paul Robinson varið vel frá Andy Johnson sem var í góðu færi. 80. mínúta - Skipting hjá Everton. Phil Jagielka kemur inn á fyrir Victor Anichebe. 78. mínúta - Tim Howard ver glæsilega frá Defoe sem var í ákjósanlegu færi. 74. mínúta - Paul Robinson ver vel frá Andy Johnson sem var í fínu færi á vítateigslínunni. 67. mínúta - Þriðja skiptingin hjá Tottenham. Wayne Routledge kemur inn á í stað Paul Stalteri. Leikurinn er búinn að róast síðustu mínútur. 62. mínúta - Önnur skipting hjá Tottenham. Jermain Defoe kemur inn á í stað Darren Bent. Skömmu áður skaut Robbie Keane framhjá úr aukaspyrnu á hættulegum stað. 58. mínúta - Jermaine Jenas fær gult spjald fyrir að brjóta á Mikel Arteta 48. mínúta - Dimitar Berbatov á góðan skalla sem hafnar í stönginni á marki Everton. Skömmu síðar á Mikel Arteta gott skot sem rúllaði rétt fram hjá marki Tottenham. Seinni hálfleikur byrjar mjög fjöruglega. 46. mínúta - Robbie Keane á gott skot fyrir utan teig strax í byrjun seinni hálfleiks en Tim Howard varði vel í marki Everton. Flautað hefur verið til leikhlés. Staðan er 3-1 fyrir Everton. Alan Stubbs, Leon Osman og Joleon Lescott eru búnir að skora fyrir Everton. Ricardo Gardner skoraði mark Tottenham. 46. mínúta - 1-3 Alan Stubbs skorar úr aukaspyrnu af löngu færi. Boltinn hafði viðkomu í Didier Zokora áður en hann hafnaði í netinu. 37. mínúta - 1-2 Leon Osman skorar með skoti úr miðjum teig eftir mikla baráttu í teignum. 26. mínúta - 1-1 Ricardo Gardner jafnar leikinn með skalla eftir hornspyrnu frá Jenas. 23. mínúta - Berbatov skýtur boltanum yfir markið úr góðu færi eftir fallegan undirbúning Robbie Keane. 18. mínúta - Skipting hjá Tottenham. Younes Kaboul kemur af velli fyrir Ricardo Rocha. Kaboul haltraði af velli. 12. mínúta - Steed Malbranqe fær gult spjald fyrir brot. 10. mínúta - Tim Howard ver glæsilega frá Darren Bent sem var kominn í gott færi eftir stungusendingu. Litlu munaði að Berbatov næði að skora úr frákastinu eftir misskilning í vörn Everton. 7. mínúta - Berbatov skorar mark fyrir Tottenham sem er réttilega dæmt af vegna rangstöðu. 3. mínúta - 0-1 Joleon Lescott skorar með skalla eftir aukaspyrnu frá Mikel Arteta. ----------------------------------------------------------------------------- Byrjunarlið Tottenham: Paul Robinson, Pascal Chimbonda, Younes Kaboul, Anthony Gardner, Paul Stalteri, Didier Zokora, Jermaine Jenas, Steed Malbranque, Robbie Keane, Darren Bent, Dimitar Berbatov. Varamenn Tottenham: Jemaine Defoe, Tom Huddlestone, Wayne Routledge, Ricardo Rocha, Radek Cerny. Byrjunarlið Everton: Tim Howard, Tony Hibbert, Joseph Yobo, Alan Stubbs, Joleon Lescott, Phil Neville, Leon Osman, Lee Carsley, Mikel Arteta, Andy Johnson, Victor Anichebe. Varamenn Everton: James McFadden, Steven Pienaar, Phil Jagielka, Nuno Valente, John Ruddy. Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Sýn2. Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Fleiri fréttir Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Sjá meira
Everton sigraði Tottenham í kvöld í fyrsta leik 2. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Everton átti sigurinn skilið en aðeins Paul Robinson kom í veg fyrir að sigurinn yrði stærri. Þar með er lið Tottenham búið að tapa báðum leikjum sínum í úrvalsdeildinni en Everton búið að vinna báða. Joleon Lescott, Leon Osman og Alan Stubbs skoruðu fyrir Everton en Ricardo Gardner skoraði mark Tottenham. Leikurinn hófst klukkan 19:00 og var í beinni textalýsingu hér á Vísi.is. Bjarni Þór Viðarsson var ekki í leikmannahópi Everton í kvöld. 92. mínúta - Paul Robinson ver glæsilega frá Andy Johnson. Johnson fékk gott færi í miðjum teig og skaut í vinstra hornið en Robinson var eins og köttur í markinu og varði vel. Stuttu seinna er leikurinn flautaður af. 87. mínúta - Phil Neville á gott skot fyrir utan teig en boltinn fór framhjá marki Tottenham. Skömmu áður hafði Paul Robinson varið vel frá Andy Johnson sem var í góðu færi. 80. mínúta - Skipting hjá Everton. Phil Jagielka kemur inn á fyrir Victor Anichebe. 78. mínúta - Tim Howard ver glæsilega frá Defoe sem var í ákjósanlegu færi. 74. mínúta - Paul Robinson ver vel frá Andy Johnson sem var í fínu færi á vítateigslínunni. 67. mínúta - Þriðja skiptingin hjá Tottenham. Wayne Routledge kemur inn á í stað Paul Stalteri. Leikurinn er búinn að róast síðustu mínútur. 62. mínúta - Önnur skipting hjá Tottenham. Jermain Defoe kemur inn á í stað Darren Bent. Skömmu áður skaut Robbie Keane framhjá úr aukaspyrnu á hættulegum stað. 58. mínúta - Jermaine Jenas fær gult spjald fyrir að brjóta á Mikel Arteta 48. mínúta - Dimitar Berbatov á góðan skalla sem hafnar í stönginni á marki Everton. Skömmu síðar á Mikel Arteta gott skot sem rúllaði rétt fram hjá marki Tottenham. Seinni hálfleikur byrjar mjög fjöruglega. 46. mínúta - Robbie Keane á gott skot fyrir utan teig strax í byrjun seinni hálfleiks en Tim Howard varði vel í marki Everton. Flautað hefur verið til leikhlés. Staðan er 3-1 fyrir Everton. Alan Stubbs, Leon Osman og Joleon Lescott eru búnir að skora fyrir Everton. Ricardo Gardner skoraði mark Tottenham. 46. mínúta - 1-3 Alan Stubbs skorar úr aukaspyrnu af löngu færi. Boltinn hafði viðkomu í Didier Zokora áður en hann hafnaði í netinu. 37. mínúta - 1-2 Leon Osman skorar með skoti úr miðjum teig eftir mikla baráttu í teignum. 26. mínúta - 1-1 Ricardo Gardner jafnar leikinn með skalla eftir hornspyrnu frá Jenas. 23. mínúta - Berbatov skýtur boltanum yfir markið úr góðu færi eftir fallegan undirbúning Robbie Keane. 18. mínúta - Skipting hjá Tottenham. Younes Kaboul kemur af velli fyrir Ricardo Rocha. Kaboul haltraði af velli. 12. mínúta - Steed Malbranqe fær gult spjald fyrir brot. 10. mínúta - Tim Howard ver glæsilega frá Darren Bent sem var kominn í gott færi eftir stungusendingu. Litlu munaði að Berbatov næði að skora úr frákastinu eftir misskilning í vörn Everton. 7. mínúta - Berbatov skorar mark fyrir Tottenham sem er réttilega dæmt af vegna rangstöðu. 3. mínúta - 0-1 Joleon Lescott skorar með skalla eftir aukaspyrnu frá Mikel Arteta. ----------------------------------------------------------------------------- Byrjunarlið Tottenham: Paul Robinson, Pascal Chimbonda, Younes Kaboul, Anthony Gardner, Paul Stalteri, Didier Zokora, Jermaine Jenas, Steed Malbranque, Robbie Keane, Darren Bent, Dimitar Berbatov. Varamenn Tottenham: Jemaine Defoe, Tom Huddlestone, Wayne Routledge, Ricardo Rocha, Radek Cerny. Byrjunarlið Everton: Tim Howard, Tony Hibbert, Joseph Yobo, Alan Stubbs, Joleon Lescott, Phil Neville, Leon Osman, Lee Carsley, Mikel Arteta, Andy Johnson, Victor Anichebe. Varamenn Everton: James McFadden, Steven Pienaar, Phil Jagielka, Nuno Valente, John Ruddy. Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu á Sýn2.
Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Fleiri fréttir Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Sjá meira