Enski boltinn

Spáð í spilin: Bolton v Newcastle

Á Reebok Stadium mætast liðin hans Sam Allardyce. Þó hann sé hættur að þjálfa Bolton og tekin við Newcastle velkist ekki nokkur maður í vafa um hversu mikilla áhrifa Allardyce enn gætir hjá hans gamla liði.

Margir spá því að hlutskipti þessara liða muni víxlast frá því á síðasta ári. Bolton var í efri hlutanum að berjast fyrir evrópusæti en Newcastle barðist í neðri hlutanu. Nú telja menn að það verði öfugt.

Bolton liðið hans Sammy Lee er spurningamerki ekki síst vegna þess hve erfitt er að átta sig á hvort hann hafi náð að stimpla sig inn hjá liðinu. Lee var aðstoðarmaður Allardyce um nokkurt skeið og mönnum í slíkri stöðu hefur oft reynst erfitt að feta í fótspor yfirmanna sinna.

Newcastle er að sama skapi óskrifað blað. Liðið hefur leikið undir væntingum í fjölmörg ár en mikil trú er á því að Sam Allardyce geti snúið því við.

Leikur Bolton og Newcastle hefst klukkan 13:45 og er sýndur á Sýn Extra1

Liðin á leikmannamarkaðinum

Bolton

Inn:

Heiðar Helguson. Íslendingurinn baráttuglaði var næstum því búinn að skrifa undir hjá sínum gömlu félögum í Watford en Bolton krækti í kappann á síðustu stundu.

Zoltan Haranyi. Slóvaskur U21 landsliðsmaður skrifaði undir 3 ára samning eftir að hafa verið lánsmaður hjá félaginu.

Jlloyd Samuel. Fenginn til frá Aston Villa á frjálsri sölu.

Blerim Dzemaili. 20 ára gamall fyrirliði FC Zurich og Svissneskur landsliðsmaður kemur á frjálsri sölu.

Gerald Cid. 23 ára franskur varnarmaður kemur frá Bordeaux á frjálsri sölu.

Gavin McCann. Skoskur miðjumaður skrifar undir 3 ára samning eftir að hafa eytt fjórum árum á Villa Park.

Danny Guthrie. 20 ára miðjumaður kemur á eins árs lánssamningi frá Liverpool.

Mikel Alonso. 27 ára miðjumaður frá Real Sociedad kemur á eins árs lánssamningi. Mikel er bróðir Xabi Alonso hjá Liverpool.

Seldir:

Tal Ben Haim. 25 ára miðvörður frá Ísrael. Fór til Chelsea á frjálsri sölu.

Quinton Fortune. 30 ára gamall, látinn fara á frjálsri sölu.

Cesar Martin. 30 ára Spánverji látinn fara á frjálsri sölu eftir aðeins einn leik fyrir félagið.

Henrik Pedersen. 32 ára Dani látinn fara á frjálsri sölu eftir 150 leiki og sex ár hjá félaginu.

David Thompson. Liverpool maðurinn fyrrverandi er látinn fara á frjálsri sölu.

 

Newcastle United

Inn:

Mark Viduka kom frá Middlesbrough á frjálsri sölu

Joey Barton kom frá Newcastle á 5.8 milljónir punda.

David Rozehnal kom frá Paris St Germain á 2.9 milljónir punda. Rozhnal er 26 ára gamall tékkneskur varnarmaður.

Geremi kom á frjálsri sölu frá Chelsea.

Alan Smith kom frá Manchester United á 6 milljónir punda.

Fyrirliði Lyon, Claudio Cacapa, kom á frjálsri sölu.

Jose Diaz kom frá Villareal á 6.3 milljónir. Diaz er vinstri bakvörður og var kallaður “Nautið” á Spáni

Út:

Titus Bramble fór til Wigan á frjálsri sölu. Hann er 25 ára.

Antoine Sibierski fór til Wigan á frjálsri sölu. Hann er 32 ára.

Scott Parker fór til West Ham fyrir 7 milljónir punda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×