Enski boltinn

Mido ósáttur með samningstilboð Birmingham

Aron Örn Þórarinsson skrifar
NordicPhotos/GettyImages

Félagsskipti Egyptans Mido frá Tottenham til Birmingham gætu verið í hættu vegna óánægju leikmannsins við klásúlur í samningnum sem Birmingham hefur boðið honum. Félögin samþykktu sex milljóna kaupverð á kappanum í síðustu viku.

„Ég settist niður með forráðamönnum Birmingham til að ræða samingsmál. Ég hafna sumum klásúlum í samningnum algjörlega," sagði Mido við FilGoal.com. „Ég fer ekki til Birmingham nema að samningstilboðinu verði breytt. Frekar bíð ég eftir öðru tilboði eða verð áfram hjá Spurs.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×