Enski boltinn

Áfall fyrir West Ham

Faubert spilar ekki fyrir West Ham á þessu ári
Faubert spilar ekki fyrir West Ham á þessu ári NordicPhotos/GettyImages
Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham fékk þau slæmu tíðindi í dag að miðjumaðurinn Julien Faubert yrði frá keppni í sex mánuði eftir að hann sleit hásin í æfingaleik með liðinu á dögunum. Faubert var keyptur til félagsins fyrir sex milljónir punda fyrir skömmu og var ætlað stórt hlutverk á miðjunni. Hinn 23 ára gamli leikmaður er farinn til heimalandsins þar sem hann mun gangast undir aðgerð fljótlega.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×