Enski boltinn

Framtíð Drogba óráðin

AFP

Framherjinn Didier Drogba hefur látið í það skína í viðtölum að hann sé jafnvel að hugsa sér að fara frá Chelsea. Vitað er að hann er eftirsóttur af stórliðum Evrópu og í viðtali við The Sun í dag segir markaskorarinn framtíð sína óráðna með öllu.

"Hlutirnir eru alls ekki á hreinu hjá mér og gott tilboð gæti orðið til þess að ég hugsaði mér til hreyfings. Ég hef heyrt að komið hafi tilboð frá Porto og Barcelona, en ég hef enn ekki ákveðið mig. Ég væri til í að vera áfram á Englandi, en ef mér býðst eitthvað betra en ég er að fá núna - verð ég að hugsa mig um," sagði Drogba.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×