Enski boltinn

Æfingaleikir ensku Úrvalsdeildarliðanna

Emmanuel Adebayor skoraði fyrir Arsenal gegn Barnet.
Emmanuel Adebayor skoraði fyrir Arsenal gegn Barnet. NordicPhotos/GettyImages

Nokkur Úrvalsdeildarlið eru byrjuð að spila æfingaleiki til að stilla lið sín fyrir komandi átök í deildinni. West Ham, Arsenal, Liverpool, Portsmouth, Manchester City og Bolton sigruðu öll leiki sína í gær. Sven-Göran Erikson stjórnaði City til sigurs gegn Doncaster í fyrsta leik sínum sem framkvæmdastjóri.

City sigraði Doncaster 2-1 eftir að hafa lent undir. Bernardo Corradi og Micah Richards skoruðu fyrir City. Arsenal sigraði Barnet 2-0 með mörkum frá Emmanuel Adebayor og Nacer Barazite. Liverpool vann Crewe með þremur mörkum gegn engu þar sem Lee Peltier, Peter Crouch og Ray Putterill skoruð mörkin. West Ham sigraði Dagenham & Redbridge 2-0, þar mótherjarnir skoruðu sjálfsmark eftir að Mark Noble hafði komið West Ham yfir.

Portsmouth sigraði Yeovil Town 2-0 með mörkum frá Tresor Lomana Lua Lua og Geovanni. Geovanni er á reynslu hjá félaginu. Derby gerði 1-1 jafntefli við Stafford Rangers þar sem Paris Simmons skoraði mark Derby. Að lokum sigraði Bolton Chivas í Friðarbikarnum 2-0, með mörkum frá Kevin Nolan og Zoltan Hasanyi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×