Enski boltinn

Mourinho býst ekki við að kaupa fleiri leikmenn

NordicPhotos/GettyImages

José Mourinho segir að kaupin á Florent Malouda séu sennilega síðustu kaup Chelsea í sumar. Mourinho kvartaði sáran yfir að vera með of lítinn hóp á síðasta tímabili þegar mikið var um meiðsli innan liðsins, og því var búist við að hann myndi kaupa marga leikmenn í sumar.

Hann hefur þó fengið til fjóra leikmenn til liðsins í sumar, en þeir eru Steve Sidwell, Tal Ben Haim, Claudio Pizarro og Malouda. Mourinho útilokar þó ekki að hann eigi eftir að bæta fleiri leikmönnum við hópinn.

„Leikmannaglugginn er opinn, og þegar hann er opinn veit maður aldrei hvað getur gerst," sagði Mourinho við Sky Sport News.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×