Enski boltinn

Handökuskipun gefin út á hendur Joorabchian í Brasilíu

NordicPhotos/GettyImages

Hugsanlegur flutningur Carlos Tevez til Manchester United gæti verið í hættu eftir að fréttir bárust um að Brasilía hefði gefið út handtökuskipun á hendur Kia Joorabchian. Joorabchian er formaður MSI, félagsins sem á samning Tevez.

Joorabchian hefur verið kærður fyrir peningaþvætti og fyrir hlutverk sitt í samningsviðræðum MSI og Corinthas, liðsins sem Tevez fór fyrst til utan Argentínu. Hann er einnig kærður fyrir að vera meðlimur í glæpagengi.

Eftir að West Ham keypti Javier Mascherano og Carlos Tevez síðastliðið haust, hefur Joorabchian og fyrirtæki hans verið mikið í umræðunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×