Enski boltinn

Fowler í viðræðum við Sydney FC

NordicPhotos/GettyImages
Framherjinn Robbie Fowler er nú kominn til Ástralíu þar sem hann mun funda með forráðamönnum Sydney FC með það fyrir augum að semja við félagið. Fowler er með lausa samninga eftir að hann var látinn fara frá Liverpool í vor og gæti fetað í fótspor Dwight Yorke sem spilaði með ástralska liðinu um nokkurt skeið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×