Enski boltinn

Sven-Göran lokkaði mig til City

NordicPhotos/GettyImages

Ítalski framherjinn Rolando Bianchi segir að það hafi verið knattspyrnustjórinn Sven-Göran Eriksson sem náði að lokka sig til Manchester City frá Reggina á Ítalíu. Framherjinn er nú í læknisskoðun á Englandi og skrifar undir samning við félagið strax að henni lokinni.

"Herra Eriksson hringdi í mig persónulega og sagði mér að hann vildi fá mig - hvað sem það kostaði. Hann sagði mér að koma og njóta þess að spila fyrir framan 50,000 áhorfendur í hverri viku. Hann sagði mér líka frá metnaði félagsins til að koma liðinu í Evrópukeppnina og þegar ég heyrði orðið "Evrópa" varð ég rosalega spenntur. Ég hef ekki tækifæri á að komast í Evrópukeppni á Ítalíu og því varð ég að taka sénsinn og slá til. Ég vil gjarnan komast að hjá stórliði á Ítalíu einn daginn en þangað til ætla ég að sýna hvað ég get og taka þátt í þessu ævintýri," sagði Ítalinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×