Enski boltinn

Owen: Ég er ekki að fara frá Newcastle

Nordic photos/afp

Framherjinn Michael Owen ítrekar að hann sé ánægður í herbúðum Newcastle og hefur lofað stuðningsmönnum félagsins að hann fari ekki frá því eins og skrifað hefur verið um í bresku blöðunum.

"Í mínum huga eru spennandi tímar framundan hjá Newcastle og því er ég mjög ánægður hjá liðinu. Mikið hefur verið ritað um að ég sé á leið frá félaginu en ég get fullvissað stuðningsmenn liðsins um að ekkert af því kemur frá mér," sagði Owen í samtali við Times.

"'Eg hef aldrei gert mikið af því að hlusta á slúður og vil heldur láta verkin tala á vellinum. Ég vildi að ég hefði geta fengið fleiri tækifæri til að sýna stuðningsmönnum Newcastle hvað ég get - en ég á von á að fá það tækifæri á komandi leiktíð," sagði Owen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×