Enski boltinn

Wilhelmsson á leið í ensku úrvalsdeildina?

Wilhelmsson ku vera í viðræðum við fjögur félög - þrjú þeirra á Englandi
Wilhelmsson ku vera í viðræðum við fjögur félög - þrjú þeirra á Englandi NordicPhotos/GettyImages
Sænski útherjinn Christian Wilhelmsson er nú sterklega orðaður við ensku úrvalsdeildina, en forseti Roma hefur tilkynnt að hann verði ekki áfram hjá félaginu. Wilhelmsson er leikmaður Nantes í Frakklandi en var í láni hjá Roma á síðustu leiktíð þar sem hann stóð sig prýðilega. Hann hefur nú verið orðaður við Manchester City á Englandi þar sem landi hans Sven-Göran Eriksson er orðinn knattspyrnustjóri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×